Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 31
ákvæði skandinavískra laga um sama efni. Eftir 101. gr. siglingalaga nr. 66/1963 skulu bætur fyrir skemmdan farm hins vegar ákveðnar eftir verðgildi óskaddaðrar vöru á ákvörðunarstað. 1 reynd skiptir munur þessi yfirleitt litlu eða engu máli, bæði vegna þess að í 18. gr. LSL segir, að flutningskostnaður og annar kostnaður vegna flutnings á vörunni skuli einnig bættur og vegna þess að flutningar með bifreið- um hér á landi taka svo stuttan tíma, að almennar verðlagshækkanir hafa venjulega ekki teljandi áhrif á verð vörunnar frá því að flytjandi tekur við henni og þar til eðlilegt er að hún komi á ákvörðunarstað. 6.5. Takmörkuð ábyrgð flytjanda Ábyrgð flytjanda vegna tjóns á farmi eða dráttar á að flytja hann er takmörkuð samkvæmt 19. gr. LSL. Þar segir, að flytjanda verði ekki gert að greiða hærri skaðabætur en 150 kr. fyrir hvert kg brúttó í vörusendingu, nema tjónið megi rekja til ásetnings eða stórfellds gá- leysis flytjanda eða manna, sem hann ábyrgist. Hámarksfjárhæð þessi breytist þó í samræmi við breytingar á vísitölu vöru og þjónustu frá því sem hún var, þegar lögin tóku gildi, 2. málsl. 19. gr. Þegar lögin öðluðust gildi hinn 1. júní 1982 var vísitala vöru og þjónustu 156 stig. Hinn 1. febrúar 1983 nam hún 243 stigum. Takmörk ábyrgðar flytj- anda nema því 234 kr. fyrir hvert kg skemmdrar eða glataðrar vöru á tímabilinu frá 1. febrúar til 1. maí 1983. Ákvæði 19. gr. LSL um takmörkun ábyrgðar við ákveðna fjárhæð eru hliðstæð reglum skandinavísku laganna um takmörkun ábyrgðar í vöruflutningum með bifreið innanlands. 1 þeim eru þó ekki fyrirmæli um hækkun vegna verðlagsbreytinga. Gagnstætt því, sem er í skandinavísku lögunum, kemur það ekki skýrt fram í LSL, að aðrir aðilar en flytjandi njóti góðs af ákvæðum um takmarkaða ábyrgð. Telja verður óeðlilegt, að bótaábyrgð starfs- manna flytjanda og annarra, sem við flutning vinna, sé ótakmörkuð. Svo er ekki samkvæmt 212. gr. sigll. eða 121. gr. loftfl. Takmörkun ábyrgðar flytjanda við tiltekna krónutölu er mótvægi gegn hinni víðtæku ábyrgð sem hvílir á honum eftir 16., sbr. 17. gr. laganna. Eins og kunnugt er gilda reglur um takmarkaða ábyrgð í sjórétti og flugrétti og má segja, að þær séu eitt af sérkennum flutn- ingaréttar. Margvísleg rök liggja til grundvallar reglum flutninga- réttar um takmörkun ábyrgðar við hámarksfjárhæð, en þau verða ekki rædd hér. Lagaákvæðin um takmarkaða ábyrgð flytjanda ættu að leiða til þess, að eigendur varnings kaupi farmtryggingu í ríkara mæli en nú 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.