Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Side 48
háttar breytingar hafa verið gerðar að ráði Þorleifs. Þannig virðist mega gera sér í hugarlund, að þeir frændurnir hafi báðir átt sinn þátt í þeim breytingum, sem gerðar voru frá Gulaþingslögum við samningu íslensku laganna, eða réttara sagt, við gerð tillagna eða frumvarps til íslenskra laga. Hvort fleiri hafi þar átt hlut að máli er ekki vitað. En E. A. getur þess til í Skíi’nisgrein sinni, að Grímur geitskör hafi fai'ið með Úlfljóti til Noi'egs og leiðir að því ýmsar líkur. Sú tilgáta er alls ekki ósennileg. Rétt er að geta þess, að E. A. leiðir rök að því, að sá Þorleifur spaki, sem vann að samningu íslenskra laga með Úlfljóti hafi ekki getað vei'ið móðui'bi'óðir hans eins og heimildir greina. Hann telur hinsvegai', að vel gæti hann verið sonarsonur Hörðu-Kára. Og hefðu þeir Úlfljótur þá vei'ið systkinasynir (Skírnir, 157). Þi'iggja vetra starf Úlfljóts í Noregi við samningu íslensku laganna hefur verið geysilega mikið vei’kefni. Það má að líkindum aðgreina það í tvo hluta. Annars vegar var samstarf hans við Þoi’leif inn spaka við samningu laganna. Hinsvegar var hið tímafreka erfiði, sem fólst í því, að læra öll lögin utan að svo vel, að hann væri í stakk búinn til að segja þau upp á Alþingi, jafnvel í einni lotu. Fræðimönnum ber saman um, að ritlist hafi verið óþekkt í Noregi á þessum tíma, svo engin minnis- blöð eða t.d. minnisfjalir, sem skrá hefði mátt á, hafa verið fyrir hendi. VII. Sagt hefur vei'ið, að Úlfljótur hafi komið út með lögin 927 og að þá hafi Alþingi vei'ið sett að í’áði Úlfljóts og allra landsmanna og að allir menn hafi haft ein lög síðan hér á landi. Það er fremur ósennilegt, að Alþingi hafi verið sett þegar í stað eftir að Úlfljótur kom með lagafrumvarp sitt til landsins. Samgönguhættir voru á þeim tíma svo erfiðir, að það hefði hlotið að taka mikinn tíma bæði að boða þinghaldið á ákveðnum tíma og undii'búa það að öðru leyti. Það er því ekki líklegt að Alþingi hafi vei'ið sett á sumrinu 927. Það skiptir máli um það hvenær þinghald gat hafist hvenær Grímur geitskör hóf könnun sína á landinu. Hafi sú könnun ekki vei'ið hafin fyrr en Úlfljótur kom með lögin er ósennilegt, að þinghald hafi getað átt sér stað a.m.k. næstu tvö ái'in eftir heimkomu Úlfljóts. Sögumar segja, að Alþingi hafi verið sett að í’áði Úlfljóts og allra landsmanna. Geta má næn’i, að það hafi tekið tíma að í’áðgast við alla landsmenn um þingsetninguna. Frásögn þessa er fráleitt að túlka svo bókstaflega. Það má hinsvegar segja, að samþykki allra landsmanna hafi verið fengið, ef engin sérstök mótmæli komu fram gegn fyrirhuguðum þingtíma þegar 42

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.