Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Side 45
við setningu laga og réttar. Hrollaugur fór til Islands að ráði Haralds konungs og naut hylli hans (I, 192-193). Sumum kann því að detta í hug, að konungur hafi vænst stuðnings frá honum við erindi Una Svav- arssonar. Þó ætla megi, að hann hafi ekki lagt stein í götu Una þegar hann hrökklaðist frá Austurlandi vestur á bóginn, skortir efni til þess að gruna Hrollaug um græsku. Að lokum má benda á það, að samskipti og samráð voru sæmilega auðveld manna á milli á Austurlandi. Þar var að vísu oft og einatt yfir fjöll og heiðar að sækja. Hinsvegar voru fjarlægðir miklu lengri, ef um var að ræða samráð við menn úr öðrum landshlutum. Könnunarferðir Gríms geitskörs kunna að hafa bætt þar nokkuð úr. Samkvæmt framansögðu eru miklar líkur fyrir því, að Austfirðingar hafi verið aðalhvatamenn að sendiför Ulfljóts, þó að ganga megi að því vísu, að hann hafi rætt og ráðgast við þá menn, sem hann þekkti í öðr- um landshlutum og unnt var að ná sambandi við. Úlfljótur hefur sennilega tekið sér far með skipi frá Austfjörðum til Noregs. Austfirðinga skorti ekki skipakost. Sem dæmi má nefna, að bræðurnir Brynjólfur gamli, Ævar inn gamli og Herjólfur fóru allir til íslands á sínu skipi hver þeirra. (I, 180). V. Hvað sem annars má segja um framanritaðar bollaleggingar, um til- drög að ferð Úlfljóts til Noregs, má telja víst, að hann hefði ekki farið til þess að semja lög fyrir allt landið, án þess að hafa gengið úr skugga um, að einhver vilji til slíkrar lagasetningar væri hjá mönnum víða um land. Einhvers konar athugun hefur því farið fram um land allt áður en Úlfljótur afréð för sína. Áður er minnst á Þorstein Ingólfsson, Helga magra og Hrafna-Flóka, sem allir voru skyldir eða tengdir Úlfljóti. Frá þessum rpönnum gat hon- um borist vitneskja um hug manna á þeirra slóðum til löggjafar fyrir landið allt. Fræðimenn hafa talið, að erindi Gríms geitskörs, sem sagt er, að hafi kannað landið allt að ráði Úlfljóts, hafi ekki eingöngu verið að finna hagkvæman stað fyrir löggjafarþingið, heldur jafnvel miklu fremur að kanna málefnið, þ.e. lagasetningu um Alþingi. Um þetta segir E. A. m. a.: „En aðalerindi hans mun ekki hafa verið þingstaðarvalið, heldur hitt, að kynna mönnum tillögur Úlfljóts, ræða þær við þá og vinna menn til fylgis við þær. Það var rík nauðsyn að tryggja það nokkurn veginn áður, að höfðingjar landsins vildu stofna til allsherjarríkis á landinu og samþykkja þær uppástungur, er þeir Úlfljótur höfðu komið 39

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.