Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Síða 23
Aðalefni IV. kafla laganna (21.-24. gr.) er reglur um ábyrgð send- anda. Samkvæmt 21. gr. er sendandi ábyrgur fyrir kostnaði eða tjóni, sem hlýst af því, að upplýsingar í fylgibréfi eru „rangar, ónákvæmar, ógi’einilegar eða að öðru leyti ófullkomnar“. Sama gildir um merkingu vöru. Sök af hálfu sendanda eða manna, sem hann ber ábyrgð á, mun ekki vera skilyrði bótaskyldu eftir 21. gr. Hliðstæð ákvæði skandinav- ísku laganna varða eingöngu bótaábyrgð sendanda gagnvart flytjanda, en eigi ábyrgð hans gegnt öðrum aðilum, sem kunna að verða fyrir tjóni sökum rarigrar tilgreiningar í fylgibréfi. Er sennilegt, að 21. gr. LSL yrði skýrð til samræmis við ákvæði skandinavísku laganna að þessu leyti. Til hliðsjónar má benda á reglur 106. gr. loftfl., sem varða ábyrgð sendanda á tjóni, sem flytjandi eða einhver, sem flytj- andi ber ábyrgð gegnt, bíður vegna rangrar eða ófullkominnar tilgrein- ingar í flugfarmbréfi og 134. gr. sigll. um slíka ábyrgð sendanda gagn- vart farmflytjanda.5 Sendandi er samkvæmt 22. gr. LSL bótaskyldur gagnvart flytjanda vegna tjóns, sem hlýst af vörusendingunni „á mönnum, efni eða ann- arri vöru“ vegna þess að umbúðir eru lélegar eða ófullnægjandi. Þetta gildir þó eigi, ef annmarkar umbúðanna eru sýnilegir eða flytjanda er kunnugt um þá og hann tekur við vörunni án þess að gera fyrirvara um ástand umbúða. Hér má nefna til samanburðar 78. gr. sigll., en skv. henni er aðalreglan sú, að sök er skilyrði fyrir bótaskyldu send- anda. Samkvæmt 2. mgr. 78. gr. sigll. ber sendandi þó hlutlæga ábyi’gð á tjóni, sem rakið verður til þess, að á skipi hefur verið flutt vara, sem hætt er við bruna eða sprengingu eða er hættuleg að öðru leyti og tjón stafar af eiginleikum hennar, enda hafi farmflytjanda ekki verið um hættuna kunnugt. I 23. og 24. gr. laganna er mælt fyrir um skyldu sendanda til að búa nægilega vel um hættulega vöru og merkja hana sérstaklega, svo og um það að flytjanda sé með vissum skilyrðum heimilt að skilja slíka vöru eftir, gera hana óskaðlega eða eyðileggja. Eðlilegt hefði verið að fella efni 10. gr. laganna inn í þessar greinar og samræma efni þeirra. Fyrirsögn næst síðasta kafla laganna, V. kafla, (25.-28. gr.) er „Ábyrgð móttakanda“. Kaflinn varðar þó ekki bótaábyrgð viðtakanda, heldur eru þar ýmis ákvæði um réttarstöðu hans að öðru leyti. I 25. gr. segir, að móttakandi skuli sækja vöru eins fljótt og verða má, 5 I texta 134. gr. sigll. segir að vísu, að vörusendandi beri ábyrgð gagnvart farm- samningshafa en hér er greinilega átt við farmflytjanda. 17

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.