Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 9
t GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON Guðmundur Benediktsson lögfræðingur og fyrrv. borgargjaldkeri í Reykjavík lést þann 27. nóv. 1981 eftir skammvinn veikindi. Með hon- um er genginn einn elsti og traustasti starfs- maður Reykjavíkurborgar, sem gegndi miklu ábyrgðar- og umsvifastarfi fyrir Reykvíkinga á langri ævi, og fórst honum það ætið vel úr hendi. Guðmundur Benediktsson var fæddur 29. janúar 1898 í Stóra-Hálsi í Grafningi. Voru for- eldrar hans Benedikt Eyvindsson bóndi þar og kona hans Margrét Gottskálksdóttir, bónda að Sogni í Ölfusi. Foreldrar Guðmundar fluttu bú- ferlum að Gljúfurárholti í Ölfusi vorið 1898 skömmu eftir að hann fæddist og bjuggu þar um 20 ára skeið. Ólst Guðmundur þar upp hjá þeim. En vorið 1918 brugðu þau hjón búi og fluttu til Hafnarfjarðar, þar sem þau stunduðu almenna vinnu. Guðmundur braust til mennta óstuddur og af eigin rammleik, oft við erfiðar aðstæður. Á námsárunum stundaði hann sjósókn, verkamannavinnu og kennslu til þess að standa undir kostnaði við námið og skólagönguna. Guðmundur var í 3. bekk Flensborgarskólans í Hafnarfirði veturinn 1917-1918 og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Sama vor tók hann inntökupróf í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Hann var í 4. bekk skólans veturinn 1918-1919. Las síðan að mestu utanskóla og lauk stúdentsprófi vorið 1922. Hóf síðan nám i lögum við Háskóla íslands og lauk þar lagaprófi 10. júní 1926 með I. einkunn. Haustið 1926 stofnaði Guðmundur eigin málflutningsskrifstofu í Reykjavík og lagði jafnframt fyrir sig blaðamennsku. Skrifstofuna rak hann til ársins 1930, eða þar til hann gerðist bæjargjaldkeri í Reykjavík. Þegar Frjálslyndi fiokkurinn var stofnaður árið 1926 gekk Guðmundur í hann og gerðist jafnframt ritstjóri málgagns flokksins, vikublaðsins íslands. Hann ritaði í blaðið margar greinar um stjórnmál og um sjálfstæðisbaráttuna. Var ákveðinn skilnaðarmaður og lýðveldissinni. Guðmundur var ritstjóri blaðsins til 1930, en þá var útgáfu þess hætt. Á sviði blaðamennskunnar og stjórnmálanna var hann á þessum árum og einnig síðar mjög virkur og afkastamikill. Hann gekk í Sjálfstæðisflokkinn við stofnun hans 1929 og gegndi síðan um áratuga- skeið fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Reykjavík. Er þessum störf- um hans og áhugamálum á stjórnmálasviðinu itarlega lýst í minningargrein um hann í Morgunblaðinu 6. des. 1981 eftir Torfa Hjartarson fyrrv. tollstjóra. Verða þau þess vegna ekki rakin hér nánar. Hinn 1. júlí 1930 var Guðmundur Benediktsson skipaður bæjargjaldkeri í Reykjavík (síðar borgargjaldkeri). Gegndi hann þessu umsvifamikla ábyrgðar- 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.