Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 42
skyldu hans, eftir því sem aðstæður leyfðu. En mikil fjarlægð var á milli Lóns og Eyjafjarðar, og hefur það torveldað tíð samskipti þeirra á milli. Það er annars forvitnilegt hvað olli þessum tengdum. Vera má, að Úlf- ljótur hafi talið vænlegt fyrir framgang áhugamála sinna að eiga vin- áttu Helga þar nyrðra. Hann hafi því talið tengsl sonar síns við hann mikilvæg og jafnvel hlutast til um kvonfang Gunnars. Úlfljótur þekkti Þórð skeggja, sem hann keypti Lónlönd af. Hann var fluttur vestur í Skeggjastaði um hálfum öðrum áratug áður en Úlf- ljótur hóf för sína. Ekki er vitað um tengsl eða frændsemi þeirra á milli. Náin kynni hafa varla verið á milli þeirra, sem bjuggu svo fjarri hvor öðrum. Þó Þorsteinn Ingólfsson hafi e.t.v. ekki verið frændi Úlfljóts, þarf ekki að efast um, að honum hafi verið kunnugt um tengsl Helgu, föð- ursystur sinnar, við Úlfljót, sem líklega var systrungur Hjörleifs manns hennar. Auðvitað hefur hann líka þekkt atburðina við Hísargafl í Noregi og liðsinni ölmóðs, móðurbróður Úlfljóts, við föður sinn og Hjörleif (I, 28). Þorsteinn hefur því þekkt vel deili á Úlfljóti og sennilega hafa þeir líka verið kunnugir (Skírnir 1929, 162). Úlfljótur hefur sennilega haft spurnir af þinghaldi Þorsteins á Kjalarnesi. I sögunum er ekkert sagt af samskiptum þeirra. Þeir menn sem hér hafa verið nefndir hafa sennilega allir vitað um fyrirhugaða ferð Úlfljóts til Noregs og erindi hans þangað. Sumir þeirra hafa haft samband við Úlfljót og við þá hefur hann ráðgast um ferð sína. Auk þessara manna hefur Úlfljótur þekkt ýmsa helstu höfðingja í Austfirðingafjórðungi og rætt við þá og ráðgast um ferðina. Sögunum ber saman um, að Úlfljótur hafi komið út með lögin til ís- lands. Þær greina ekki frá því, að hann hafi verið sendur til þess að semja lög og hafa þau heim með sér til landsins. Áðurnefnd frásögn Þorsteins sögu uxafóts bendir þó sterklega til þess, að Úlfljótur hafi farið þeirra erinda til Noregs. Það er aftur á móti hreint ekki víst, að hann hafi verið sendur þangað þó að líkur bendi til þess, að svo hafi verið. IV. I 4. hluta Landnámabókar segir, að það sé sögn manna, að Austfirð- ingafjórðungur hafi fyrstur albyggður orðið (I, 175). I upphafi 5. hlut- ar sömu bókar segir, að Austfirðir hafi byggst fyrst, en á milli Horna- fjarðar og Reykjaness verið seinast byggt. Þar réð veður og brim land- töku manna fyrir hafnleysissakir og öræfis (I, 202). Það er engin ástæða til að rengja þetta. Stysta sigling frá Noregi til íslands var einmitt til 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.