Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 27
burðum (force majeure)“, t.d. stríði, geislavirkni, verkföllum eða náttúruhamförum.9 Bótareglur 16. og 17. gr. LSL eiga sér fyrirmynd í norrænu lögun- um um landflutninga, en virðast fljótt á litið vera nokkru víðtækari. Hins vegar er ekki víst, að svo kunni að reynast í framkvæmd, enda ríkir nokkur óvissa um, hvernig sumum ákvæðum norrænu laganna um undantekningar frá ábyrgð flytjanda verði beitt í framkvæmd. Ákvæði 16., sbr. 17. gr. LSL leiða til þess, að flytjandi ber m.a. ábyrgð á drætti og farmtjóni, sem rakið verður til sakar þeirra, sem vinna að efndum flutningsloforðsins, svo sem eigenda og ökumanna bifreiða, er flytja farminn, afgreiðslumanna og annarra milligöngu- manna, enda eigi undantekningarákvæði a-e-liðar 17. gr. ekki við. Flytjandi ber meira að segja ábyrgð á tjóni, sem utanaðkomandi 3. menn valda, t.d. stjórnendur annarra farartækja. Auk þess ber flytj- andi samkvæmt greindum lagaákvæðum ábyrgð á tjóni, sem hlýst af hendingu, t.d. bilun eða galla tækis, m.a. bifreiðar, er farminn flytur, enda þótt bilunin eða gallinn verði ekki rakið til mannlegra mistaka eða yfirsjónar. Hins vegar hagga LSL ekki ákvæðum umferðarlaga um bótaskyldu. Eigandi varnings, sem skemmist í flutnirigi með bif- reið gæti því bæði átt bótakröfu á hendur eiganda bifreiðarinnar eftir umferðarlögum og flytjanda samkvæmt LSL. Greiði flytjandi tjón- bætur vegna farmtjóns getur hann átt endurkröfurétt gagnvart þriðja manni eftir almennum skaðabótareglum og eftir atvikum eftir bóta- reglum umferðarlaga. Af ofangreindu er ljóst, að bótaskylda flytjanda skv. 16., sbr. 17. gr. LSL er víðtækari en ábyrgð farmflytjanda eftir sak^rlíkindaregl- um 99. gr. sigll. og 114., sbr. 116. gr. loftfl. Deila má um, hvort rök séu til þess að leggja þyngri ábyrgð á landflytjanda en flytjanda farms á sjó eða í lofti. Verður sú spurning ekki rædd hér. Aðeins skal bent á tvennt. 1 fyrsta lagi það, að í framkvæmd munu afar mörg og e.t.v. flest ágreiningsmál vegna tjóns á farmi í flutningi með bif- reið vera þannig vaxin, að ekki verður sannað með hverjum hætti farmur hefur skemmst, eyðilagst eða glatast. I þeim tilfellum skiptir engu, hvort um ábyrgð flytjanda fer eftir sakarlíkindareglu, eins og er skv. siglinga- og loftferðalögum, eða bótareglum 16. og 17. gr. LSL. 9 Hugtakið „force majeure" eða „vis major“ hefur verið þýtt með ýmsum hætti á íslensku. Algengt er að tala um óviðráðanleg atvik eða orsakir, sjá t.d. 24. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup og 24.2.3. gr. almennra útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir IST 30. Aðrar þýðingar eru sjaldgæfari, t.d. „ofurefli" í 18. og 22. gr. samnings um norrænt póstsamband, sbr. auglýsingu nr. 17/1972, Stjtið. C deild. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.