Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 24
eftir að honum er kunnugt um, að hún sé tilbúin til afhendingar. Sam- kvæmt sömu grein er viðtakanda skylt að greiða flutningsgjald og aðrar kröfur, sem flytjandi getur krafist greiðslu á samkvæmt fylgi- bréfi. I 26. gr. segir, að flytjandi eigi „handveð" í vörunni, þar til flutn- ingsgjald o.fl. hafi verið greitt. Hér hefði verið réttara að nota orðið „haldsréttur".6 27. gr. er þess efnis, að ef viðtakandi tekur við vöru, sem hætt er við skemmdum, án þess að gera fyrirvara, skuli talið, að varan hafi verið óskemmd og í samræmi við flutningssamninginn, þar til annað sannast. Ákvæði þetta er fremur óljóst. 1 grg. með lagafrv. segir ekki annað en það, að með greininni sé ríkari skoðunarskylda lögð á mót- takanda þeirrar vöru, sem hætt' er við skemmdum. Eftir orðanna hljóðan felur lagagreinin í sér reglu um sönnunarbyrði, en spyrja má, hvort ákvæðið breyti í raun réttarstöðu þeirri, sem viðtakandi myndi ella hafa haft. Viðtakandi myndi hvort eð er þurfa að sanna, að varan hafi verið skemmd, er hann tók við henni úr hendi flytjanda. 1 28. gr. er mælt fyrir um skyldu viðtakanda til að tilkynna flytjanda formlega og án tafar, ef hann hyggst krefjast bóta fyrir skemmdir eða glötun vöru. Engin ákvæði eru um réttaráhrif þess, að flytjandi lætur hjá líða að tilkynna flytjanda um kröfu sína. Hefði verið æski- legt að kveða skýrar á um þetta, svo sem gert er í skandinavísku lög- unum. VI. og síðasti kafli laganna er tvær greinar, gildistökuákvæði og regla í 29. gr. um, að kröfur, sem stofnast á grundvelli LSL fyrnist á einu ári frá því að móttakandi kvittar fyrir viðtöku vöru eða á einu ári og tveimur mánuðum frá því að vara var afhent til flutnings, ef móttakandi hefur ekki veitt viðurkenningu fyrir viðtöku. 6. ÁBYRGÐ FLYTJANDA Svo sem fyrr greinir er efni III. kafla LSL ábyrgð flytjanda. Ábyrgð hans samkvæmt III. kafla laganna er tvenns konar. Annars vegar er ábyrgð hans á meðferð farms, þ.e. ábyrgð vegna skemmda á farmi eða vegna þess að farmur eyðileggst með öllu eða týnist. (Orðin „tjón á farmi“ eða „farmtjón" verða notuð um það, er farmur skemmist, eyði- leggst eða glatast). Ábyrgð þessa mætti nefna umönnunarábyrgð eða 6 Um handveð og haldsrétt sjá Ólafur Jóhannesson. Haldsréttur. Tímarit lögfræðinga 1963,15 o. áfr. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.