Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Síða 44
Uni tók land við sunnanverðan Héraðsflóa og bjó á Unaósi. Þegar menn vissu ætlan hans tóku þeir illa við honum. Brynjólfur gamli tók mikið af landnámi hans, en aðrir vildu hvorki selja honum kvikfé né vistir og gat hann ekki haldist þar við og hrökklaðist á brott af Austurlandi (I, 180 og 182). Þessi viðbrögð Austfirðinga bera vott um vilja þeirra til að vera óháðir erlendu valdi í landi því, er þeir höfðu numið. Það er ekki ósenni- legt, að tilburðir Una til þess að koma fram vilja konungs hafi orðið þeim hvatning til þess að stuðla að því, að komið yrði sem fyrst á lög- bundnu ríkisvaldi í landinu. Með miklum líkindum má ætla, að þessir at- burðir hafi átt sinn þátt í ferð Úlfljóts til Noregs. E. A. fjallar um þátt Una og segir m.a.: ,,En hvernig sem þessu er varið, þá er sennilegt, að erindi Una hafi vakið marga bestu menn landsins, þá er til þess vissu, til umhugsunar um það, að skipulagsleysið mætti vel verða hættulegt frelsi landsins og því þyrfti sem fyrst, að sameina landsmenn undir ein lög og eitt allsherjarþing. Og þeir menn, sem mun mega telja einna mest riðna við hina nýju lagaskipun og ríkisstofnun hafa vafalaust þekkt erindi Una og sögu hans hér. Sumir þeirra hafa meira að segja verið í grennd við Una, svo að segja, meðan hann var í Álftafirði og í Skapta- fellssýslu.“ (Skírnir 1929, 154). Það fer varla á milli mála hverjir það voru, sem vissu best skil á er- indi Una og þekktu best sögu hans hér. Það voru að sjálfsögðu þeir, sem hrökktu hann frá Unaósi og ollu því, að hann náði eigi að staðfestast í Álftafirði. Þessara manna er ekki getið nema Brynjólfs ins gamla. Það þarf ekki að efast um, að bræður hans Ævar inn gamli og Herjólfur hafi einnig þekkt erindi Una. Sama er að segja um þá, sem bjuggu í Aust- fjörðum. Það er ekki síður líklegt, að Böðvar inn hvíti, sem bjó á Hofi í Álftafirði og Þorsteinn sonur hans, en faðir Síðu-Halls, hafi fátt fund- ist um veru hans þar í Álftafirði, enda hrökklaðist hann þaðan eins og fyrr er sagt. Það má ætla víst, að erindi Una hafi ekki farið fram hjá Úlfljóti, sem bjó sunnan við Lónsheiði, sem skilur á milli Álftafjarðar og Lóns. Það skorti áreiðanlega hvorki höfðingja né vitra menn á Austurlandi, sem ætla má, að hafi skilið þörfina á því að koma landinu undir ein lög og eitt allsherjarþing. Auk Brynjólfs gamla og ættingja hans svo og ýmissa fjarðarbúa, má t.d. nefna tvo menn, sem voru í nágrenni við Úlfljót, annan norðan við Lónsheiði og hinn vestan við Almannaskarð. Hér er átt við áðurnefndan Böðvar á Hofi í Álftafirði og Hrollaug Rögn- valdsson í Hornafirði. Um hann sagði faðir hans, jarlinn: „Hefir þú þat skap er engi styrjöld fylgir“. Vænta mátti stuðnings slíks manns 38

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.