Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 14
mætti farmsamningarétt, þ.e. réttarreglna um samband þess aðila, sem tekur að sér gegn gjaldi að flytja farm, og viðskiptamanna hans (farmsamningshafa, vörusendanda, viðtakanda og eiganda farms). Undir þetta fjalla m.a. reglur um þau skjöl, sem notuð eru í slíkum viðskiptum. Þessar reglur eru í ýmsum mikilvægum efnum ófrávíkjan- legar. Skerða hin ófrávíkjanlegu ákvæði rétt farmflytj anda til að takmarka ábyrgð sína gagnvart farmeiganda og öðrum, sem eiga hags- muni tengda farmi. Af sviði íslensks flutningaréttar er nú frá þeim tíðindum að segja, að hinn 1. júní 1982 tóku gildi lög nr. 24/1982 umi flutningssamninga og ábyrgð við vöruflutninga á landi. Eru þetta fyrstu íslensku lögin um landflutninga. Reglur um samninga um flutning farms á sjó og í lofti hafa hins veg- ar verið í settum lögum um árabil. Fyrstu íslensku lögin, sem fela í sér reglur á þessu sviði og skipta máli fyrir flutningarétt eins og hann er nú á tímum, eru siglingalög nr. 63/1913. Siglingalög nr. 56/1914 leystu þau fljótlega af hólmi. 1 þeim er langur kafli um flutningssamn- inga. Núgildandi reglur um farmsamninga á sjó eru í V. kafla siglinga- laga nr. 66/1963 (skammst. sigll.). I fyrstu íslensku loftferðalögunum, nr. 32/1929, voru ekki sérstakar reglur um flutningssamninga. Þær komu ekki til sögunnar í settum lögum fyrr en með lögum nr. 41/1949, sem lögfestu svonefndan Varsjársamning frá 1929 (alþjóðasamning um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa). Lög nr. 41/1949 gilda enn, en þeim var breytt nokkuð með lögum nr. 46/1956, Hinn 1. júní 1982 gengu í gildi lög nr. 24/1982 um flutningssamninga og ábyrgð við vöruflutn- inga á landi. Settar lagareglur voru ekki áður til hér á landi um þetta svið. í grein þeirri, sem hér birtist, kynnir Arnljótur Björnsson prófess- or hin nýju lög. Meðal annars er fjallað um gildissvið þeirra; um heimildir aðila flutnings- samnings til að víkja í samningi sínum frá regl- um laganna; um fylgibréf; um ráðstöfunarrétt sendanda, meðan vara er í umráðum flytjanda — og um ábyrgð flytjanda. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.