Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 55
KIRKJUEIGNANEFND Þann 23. desember 1982 setti Dóms- og kirkjumálaráðuneytið á stofn nefnd til að gera könnun á því, hverjar kirkjueignir hafi verið á islandi frá fyrri tíð til þessa dags, hver staða þeirra hafi verið að lögum og hvernig háttað hafi verið ráðstöfun á þeim. í nefnd þessari eiga sæti dr. Páll Sigurðsson, dósent (formaður), Allan Magn- ússon, sýslufulltrúi, Benedikt Blöndal, hrl., dr. Sigurbjörn Einarsson, fyrrv. biskup og séra Þórhallur Höskuldsson. Viðfangsefni nefndarinnar er mjög viðamikið, enda er þetta hin fyrsta heild- arkönnun af þessu tagi, sem fram hefur farið hér á iandi, og margvísleg sagn- fræðileg og lögfræðileg vandamál, sem við nefndarmönnum blasa í starfi þeirra. Munu tvímælalaust nokkur ár líða áður en starfi nefndarinnar lýkur. Þess er vænst, að árangur af starfi nefndarinnar muni m.a. auðvelda sam- skipti ríkis og kirkju á þvf sviði, sem hér um ræðir. TÍMARIT UM RÉTTARSÖGU Félag áhugamanna um réttarsögu, sem stofnað var haustið 1982, hefur haf- ið útgáfu tímarits um réttarsöguleg málefni. Nefnist tímaritið „Erindi og grein- ar“. Munu þar einkum birtast erindi, sem haldin verða á fræðafundum félags- ins, en jafnframt annars konar fræðilegt efni, eftir því sem tök eru á. Þegar eru komin út tvö hefti tímaritsins, og hefur hið fyrra að geyma grein eftir Pál Sig- urðsson, er nefnist „Efling réttarsögunnar" en í hinu síðara er erindi Haralds Matthíassonar ,,Um staðfræði Landnámabókar“. i þriðja hefti verður grein eft- ir Davíð Þór Björgvinsson, er hann nefnir: „Um breytingar á refsilöggjöf á upp- lýsingaröld á íslandi". Ritstjóri tímaritsins er Páll Sigurðsson. Áætlað er, að ritið komi út 5-6 sinnum á ári og er áskriftarverð þess innifalið í árgjaldi félags- manna. EMBÆTTISSKIPANIR OG LAUSN FRÁ EMBÆTTI 1. JANÚAR 1981 TIL 1. MAÍ 1983 1981. 1. Sigurður Helgason hrl. skipaður sýslumaður Norður-Múlasýslu og bæjar- fógeti á Seyðisfirði frá 1. mars 1981. Umsækjendur auk Sigurðar voru Hafþór Ingi Jónsson hdl. og Valgarð Sigurðsson fulltrúi. 2. Steingrími Gauti Kristjánssyni, héraðsdómara í Hafnarfirði, veitt lausn frá embætti frá 1. apríl 1981. 3. Guðmundur L. Jóhannesson aðalfulltrúi skipaður héraðsdómari í Hafn- arfirði frá 15. júni 1981. Auk Guðmundar sóttu um embættið Finnbogi Alex- andersson, fulltrúi, Hlöðver Kjartansson, fulltrúi, Jón R. Þorsteinsson, aðal- fulltrúi, og Valtýr Sigurðsson, héraðsdómari. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.