Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 15
sem lögleiddu ákvæði samningsauka, er gerður var 1955 í Haag.2. Á- kvæði Varsjársamningsins og samningsaukans gilda um flutning milli landa .Almennar reglur um samninga um farmflutning í lofti voru settar með lögum nr. 34/1964 um loftferðir (skammst. loftfl.) og gilda þær enn, sjá IX. kafla laganna. Hafa nú verið talin mikilvægustu lagaákvæði íslensks flutningaréttar. Árið 1956 var gerður í Genf milliríkjasamningur um samninga um vöruflutninga á akvegum milli landa (Convention on the Contract for the International Carriage of Goods by Road). Samningurinn er dagsettur 19. maí 1956 og er oft nefndur CMR-samningurinn. Flest ríki í Evrópu staðfestu samninginn, þ. á m. ríkin á Norðurlöndum, önnur en ísland. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð höfðu með sér samvinnu um samningu laga á grundvelli samningsins. I Dan- mörku gilda nú um þetta efni lög nr. 47 10. mars 1965 (með breyting- um frá 1978), í Noregi lög nr. 68 20. desember 1974 og í Svíþjóð lög 1974:610 frá 7. júní 1974 (um samninga um flutning innanlands) og lög nr. 12 24. janúar 1969 (um lagagildi CMR-samningsins). íslendingar hófust ekki handa á þessu sviði fyrr en með áðurgreind- um lögum nr. 24/1982. Segir í greinargerð með frv. til laganna, að við samningu frv. hafi verið höfð til hliðsjónar dönsk og norsk lög- gjöf, sem jöfnum höndum fjalli um landflutninga innan lands og milli landa. Lög þau, sem hér um ræðir eru fyrrnefnd dönsk lög nr. 47 frá 1965 (lov om fragtaftaler ved international vejtransport) og norsk lög nr. 68 frá 1974 (lov om vegfraktavtaler), sem einnig voru nefnd hér að framan. Dönsku lögin gilda einungis um vöruflutninga milli landa, en hin norsku taka bæði til flutninga innanlands og milli landa. Lög nr. 24/1982 má nefna í styttingarskyni landflutningssamninga- lögin, skammst. LSL. Þau verða kynnt að nokkru hér á eftir. Kynn- ingin tekur til vissra atriða, en ekki er um að ræða rækilega lýsingu eða úttekt á lögunum. Verður fyrst getið um helstu hugtök LSL og stuttlega gerð grein fyrir þeim aðilum, er mest koma við sögu í lög- unum (2. kafli). Því næst verður sagt frá gildissviði LSL og öðrum atriðum, sem koma fram í I. kafla þeirra (3. kafli). Síðan er rætt um spurninguna, hvort lögin séu frávíkjanleg (4. kafli). Þá er stutt yfir- lit yfir efni LSL, annað en efni I. kafla þeirra. Þessu yfirliti (5. kafli) fylgja stuttar athugasemdir við sumar greinar laganna. Engin tilraun er hins vegar gerð til að skýra ítarlega einstök ákvæði. I 6. kafla er 2 Sjá Gizur Bergsteinsson. Varsjársáttmálinn frá 1929 og sáttmálaaukinn frá 1955. Úlfljótur 1962, 145-58. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.