Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 19
Segir þó í grg., að það þarfnist ekki skýringa. Ef ákvæðið er sniðið eftir 6. gr. norsku laganna eða 4. gr. dönsku laganna, svo sem líklegt er, hefur efni þeirra ekki komist vel til skila í íslenska textanum. Greind ákvæði norrænu laganna eru þess efnis, að farmflytjandi ábyrg- ist með sama hætti og eigið atferli athafnir eða athafnaleysi starfs- manna sinna eða annarra, sem hann lætur vinna við framkvæmd flutn- ingsins, enda hafi þessar athafnir eða athafnaleysi borið að höndum í starfi. '4. ERU LÖGIN FRÁVÍKJANLEG? í skandinavísku lögunum um landflutningssamninga eru fyrirmæli um að hve miklu leyti heimilt sé að víkja frá reglum laganna með samningi, sjá 3. mgr. 1. gr. dönsku laganna og 5. gr. norsku og sænsku laganna. Ákvæði dönsku laganna eru með einni smávægilegri undan- tekningu ófrávíkjanleg. Gildir þetta ekki aðeins um samninga, sem víkja frá lögunum og eru til hagsbóta flytjanda, heldur einnig samn- ingsákvæði, sem eru viðskiptamanni hans í hag. I Noregi gildir sama regla um samninga um flutninga milli landa, en í innanlandsflutning- um eru reglur laganna aðeins ófrávíkj anlégar, ef samningsákvæði er ætlað að skerða í’étt þann, sem sendandi eða viðtakandi á skv. lög- unum. Sænsku lögin frá 1974 fela í sér sömu reglu og gildir í Noregi um flutninga innanlands, þ.e. að samningar í óhag sendanda eða við- takanda séu ógildir, ef þeir víkja frá reglum laganna. I innanlands- flutningum eru þó samningsbundnar undanþágur heimilar skv. norsku og sænsku lögunum, ef telja má það eðlilegt vegna þess að varan, sem flytja skal, er sérstaks eðlis, ástand hennar er óvenjulegt eða vegna sérstakra aðstæðna við flutninginn. Athygli vekur, að eigi er í LSL almennt ákvæði, sem takmarkar rétt aðila til þess að víkja frá reglum laganna með samningi. Segir þó í athugasemdum við 16. gr. frv. til laganna, að margir sendendur hafi mótmælt fyrirvara í fylgibréfum um ábyrgð flytjanda. Hafi mála- ferli risið af þessum sökum, en ekki hafi verið að fullu skorið úr því fyrir Hæstarétti, hvort slíkur fyrirvari fái staðist. Þá segir í athuga- semdum í frv., að 16. gr. leysi „úr þeim vafa, sem ríkt hefur um ábyrgð flytjanda og kveður á um þá meginreglu, að flytjandi beri ábyrgð á tjóni vöru, svo og hvarfi hennar meðan varan er í hans um- sjá, þó með þeim utantekningum, sem getið er um í síðari greinum“. í einstökum greinum laganna eru heldur ekki neinar skorður við samn- ingsfrelsi. I þrem greinum LSL er tekið fram, að tilteknar reglur gildi, 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.