Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Page 50
legt að læra lögin þar og þá svo vel, að hann gæti sagt þau réttiléga upp. Hann hefur orðið að leita til Úlfljóts til þess að festa sér betur í minni hin ýmsu ákvæði laganna. Hafi Úlfljótur sagt lögin upp í áföngum á þremur sumrum hefur Ilrafni gefist góður tími til þess að undirbúa sig undir lögsögumannsstarfið. Upphaf lögsögu Hrafns og lok uppsögu Úlfljóts er miðuð við tvennt. Annars vegar er miðað við dauða Edmundar konungs þannig, að lögsaga Hrafns hafi hafist 60 árum eftir fráfall Edmundar. 1 Konungsannál seg- ir, að það hafi verið 870. Samkvæmt því verður Hrafn lögsögumaður 930. Hinsvegar er miðað við fráfall Haralds hárfagra þannig, að Hrafn hafi orðið lögsögumaður vetri eða tveimur árum áður. Samkvæmt sama annál var fráfall konungs 931. Samkvæmt því tók Hrafn lögsögu 930 eða 929. Stofnun Alþingis hefur verið miðuð við þann tíma, sem Úlfljótslög tóku gildi og upphaf lögsögu samkvæmt þeim lögum fullfrágengnum. Þar eð báðar ofanskráðar viðmiðanir hafa árið 930 verður varla nær komist um stofnun Alþingis en það ártal. 44

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.