Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Side 12
Ritgerðir Einars um einstök efni eru merkt framlag til ættfræði, sagnfræði og lögfræði. Er flestra þeirra getið í Lögfræðingatali, en benda má til viðbótar á ritgerð hans: „Kildemateriale til slægtsforskning i Island yngre end fra 1550“ i Norsk slektshistorisk tidskrift, 24. árg. 1974, bls. 81-93 og ritgerðir hans í Sögu XII, 1974, bls. 88-108: Árni Þórðarson, Smiður Andrésson og Grundar-Helga og í Sögu XIII, 1975, bls. 152-161: Ætt Einars á Hraunum í Fljótum Sigurðsson- ar; Krossreið, Goðasteinn 1965, 2. hefti, bls. 8-20 og Rúnasteinar og mann- fræði, Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1971, bls. 46-73. Þá er einnig að geta Islenskra æviskráa, VI. bindis, 1976, er áður greinir. Einar ritaði Ijóst og skilmerkilega um viðfangsefni sín, gekk umbúðarlaust á þau, og hann hafði góð tök á íslensku máli. Allt málskrúð var honum víðsfjarri. Elja Einars Bjarnasonar við ættfræði- og sögurannsóknir var með ólíkindum, en vinnuaðstaða hans var þó erfið og stundir stopular til rannsóknarstarfsem- innar. Á rektorsárum mínum á sjöunda áratugnum átti ég hlut að því, að stofn- að yrði sérstakt prófessorsembætti í ættfræði við Háskólann, er tengdist nafni Einars Bjarnasonar, bæði í virðingarskyni við hann og í því skyni að búa hon- um betri rannsóknarstöðu. Undi hann vel í þessu embætti. Fljótlega lagðist þó á hann þungbær sjúkdómur, sem dró mjög úr starfsþreki þessa dugnaðar- manns, og nýttust því ekki rannsóknarfærin við Háskólann í þeim mæli, sem við vinir hans vonuðumst til. Einar Bjarnason var félagslyndur maður. Starfaði hann og mikið að félags- málum. Hann átti sæti í stjórn íslandsdeildar norræna embættismannasam- bandsins frá 1946 og formaður 1951-1973. Hafði hann mikinn áhuga á þessum norrænu samtökum, sótti norræna fundi og hafði góð tengsl við marga starfs- bræður á Norðurlöndum. Ritaði hann tvívegis greinar um norræna embættis- mannasambandið í þetta tímarit, sbr. IV. og XV. árganga. Hann sat lengi í stjórn Sögufélagsins og Hins íslenska bókmenntafélags og Ættfræðingafélags- ins. Þá var hann kosinn í fyrstu stjórn Lögfræðingafélags íslands 1. apríl 1958, og minnist ég ágætrar og ánægjulegrar samvinnu við hann þar, en hann var mikill áhugamaður um hag félagsins. Einar var áhugasamur félagi í Rotary- klúbbi Reykjavíkur, forseti klúbbsins 1956-1957 og umdæmisstjóri Rotary- klúbbanna á íslandi 1962-1963. Hann var heiðursfélagi Ættfræðingafélagsins, svo sem vænta mátti. Einar Bjarnason var einstaklega geðfelldur maður, prúðmenni og snyrti- menni, háttvís og jafnframt hégómalaus, rólyndur og ( miklu andlegu jafn- vægi. Hann var skemmtilegur maður og hafði á hraðbergi ýmislegt kýmilegt og var hafsjór af margvíslegum fróðleik um menn, ættir og margt fleira. Með Einari Bjarnasyni er genginn mikill drengskapar- og atvervismaður, sem skilað hefir miklu ævistarfi í þágu lands og lýðs. Orðin fleygu ,,að vera fremur en sýnast“ eiga vel við um Einar, þennan hæverska og fjölfróða mann, sem helgaði sig af alefli einni hinni elstu fræðigrein íslendinga, ættvísi, og náði á henni fágætum fræðilegum tökum. Hafa verk hans markað djúp spor. Hans verður minnst um langan aldur sem þess manns, er hóf ættfræðina til slíks vegs hér á landi, að hún hlaut viðurkenningu sem vísindagrein. Prófessor Einar kvæntist árið 1935 Margréti Jensdóttur, glæsilegri og ágætri konu. Þau eignuðust tvö börn, Guðrúnu og Kristján, en barnabörnin eru fimm. Einar Bjarnason verður mér ávallt hugstæður og hugþekkur og stafar hlýju frá áratuga vináttu við þennan öndvegismann. Ármann Snævarr 6

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.