Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 46
með frá Noregi.1 Svo hefur þurft að kveða á um stað og stund til fyrsta þingshaldsins, þar sem afráðið skyldi um ríkisstofnun og lagasetningu. Það atriði þurfti í rauninni að vera ákveðið löngu áður, og mætti helst geta sér til, að þetta hefði verið fyrirfram ákveðið af forgöngumönnum málsins áður en Grímur hóf ferðalag sitt. Eitt af verkefnum Gríms hefur þá verið að fá menn til þess að heita komu sinni á þann tiltekna stað og á þeim ákveðna tíma til þess að ræða frumvarp þeirra Úlfljóts og stofna íslenska ríkið.“ (Skírnir 1929, 166). Hér er gert ráð fyrir því, að Grímur hafi kannað hug manna til stofnunar íslensks ríkis eftir að Úlfljótur kom út með lögin. Það má vel vera, að svo hafi verið, en það er óvíst. Spurningin er hve mikla vitneskju menn vildu hafa um efni laganna í öllum greinum þeirra til þess, að þeir teldu sér fært að tjá vilja sinn um það, að löggjafarvald og dómsvald yrði sett á fót, sem gilti um land allt. Vissulega höfðu landnámsmenn vissa réttarvitund, mótaða í sam- ræmi við þær reglur og lög, sem fylgt var á þeim slóðum, sem þeir komu frá. Flestir þeirra komu frá Noregi. Þeir hafa margir þekkt meira eða minna til Gulaþingslaga. Var þeim ekki nægilegt að vita, að Úlfljótur hefði í hyggju, að koma á fót íslensku ríki í landinu með lögum, sem í flestu væru lík Gulaþingslögum? Ef svara má þessari spurningu ját- andi, var mögulegt, að Grímur hefði kannað landið og hug manna, áður en Úlfljótur fór til Noregs. Það er engin ástæða til að efast um, að Úlf- ljótur hafi vitað allgóð skil á þeim lögum. Það hefði óneitanlegra verið fýsilegra fyrir Úlfljót, að takast á hendur för þessa og erindi ef þá hefðu legið fyrir góðar líkur á því, að tillögum hans yrði vel tekið þegar hann legði þær fram. Hvort sem Grímur fór að kanna landið eftir eða fyrir Noregsför Úlf- Ijóts má telja víst, að hann hafi unnið að undirbúningi málsins með við- ræðum við marga, sem hann hitti á ferðum sínum. Það er raunar liklegt að Grímur hafi verið meira eða minna á ferð um landið vegna setningar laganna bæði fyrir og eftir Norégsför Úlfljóts. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve staðarval fyrir ýmsar stofn- anir hefur sí og æ verið viðkvæmt mál manna á meðal. Þar eð velja þurfti ákveðinn stað fyrir Alþingi liggur í augum uppi, að það var ekki unnt nema með því að mismuna landsmönnum ákaflega mikið. Hjá 1) Eiríkur Briem (Árbók Fornleifafélagsins 19X4, bls. 7-8) mun fyrstur manna hafa vakið eftirtekt á því að ekki bæri að skilja svo orð Ara, að Grímur hafi farið land- könnunarferð í þrengra skilningi, heldur að hann hafi kannað land í þeirri merkingu, sem hér er fram haldið. Ólafur Lárusson (Réttarsaga bls. 9) og Sigurður Nordal (Vaka III, 116-118) eru sömu skoðunar. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.