Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 33
6.7. Ábyrgð vegna afhendingar til rangs aðila o.fl. Ef flytjandi afhendir vöruna öðrum en réttum viðtakanda skv. 12. gr., sbr. 11. gr. LSL eða afhendir hana réttum viðtakanda, án greiðslu eða framvísunar fylgibréfs, þótt sendandi hafi krafist þess, sjá 2. mgr. 12. gr., sbr. 7. tl. 1. mgr. 6. gr. og 2. málsl. 25. gr. LSL, getur hann bakað sér ábyrgð á tjóni, er af því leiðir. Ekki eru í LSL nein ákvæði um skilyrði bótaskyldu flytjanda vegna vanefnda af þessu tagi. Um bótaskilyrði fer því eftir almennum reglum kröfuréttar, sbr. Hrd. 1975, 385. (Samkomulag var milli aðila samnings um vöruflutn- ing með bifreið þess efnis, að flytjandi afhenti ekki viðtakanda vörur, nema gegn framvísun frumrits fylgibréfs. Þrátt fyrir það afhenti flytjandi vörurnar, án þess að krefjast frumrits. Var hann því dæmd- ur bótaskyldur gagnvart sendanda). 6.8. Ábyrgð vegna annarra vanefnda flytjanda I LSL eru ekki reglur um bótaábyrgð vegna annarra vanefnda flytj- anda en þegar hafa verið nefndar. Ljóst er þó, að flytjandi getur skv. almennum reglum kröfuréttar bakað sér bótaábyrgð sökum vanefnda, sem ekki eru greindar í LSL. Geta má þess, að um samninga um flutning á landi (eða í lofti) gilda engar sérstakar reglur, sem svara til reglna sjóréttar um svo- nefnda farmskírteinisábyrgð, sjá 142. gr. sigll. Samkvæmt þeirri grein ábyrgist farmflytjandi viðtakanda, að rétt sé það, sem farmskírteini greinir um vöru, nema hann hafi gert um það fyrirvara eða viðtak- anda mátt vera ljóst, að farmflytjandi hafi ekki kannað réttmæti til- greiningar. Að vísu eru upplýsingar þær sem fram koma í fylgibréfi, sbr. 6. gr. LSL, mikilvægar varðandi sönnun ýmissa atriða og er flytj- anda skylt samkvæmt 9. gr. LSL að kanna hvort þær séu réttar, en um sérstaka ábyrgð vegna rangrar lýsingar vörunnar er ekki að ræða af hálfu flytjanda eins og er eftir 142. gr. sigll.12 (Um ábyrgð send- anda gagnvart flytjanda vegna rangra og ófullkominna upplýsinga í fylgibréfi eða merkingar vöru eru ákvæði í 21. gr. LSL, sjá 3. kafla hér að framan). 7. Efnisútdráttur í þeirri grein lögfræðinnar, sem nefnd er flutningaréttur, er m.a. lýst réttarreglum um farmflutninga á sjó, landi og i lofti. Reglur um 12 Flytjandi, sem vanrækir könnunarskyldu sína samkvæmt 9. gr. LSL getur vafa- laust orðið bótaskyldur samkvæmt almennnum reglum. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.