Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Side 33
6.7. Ábyrgð vegna afhendingar til rangs aðila o.fl. Ef flytjandi afhendir vöruna öðrum en réttum viðtakanda skv. 12. gr., sbr. 11. gr. LSL eða afhendir hana réttum viðtakanda, án greiðslu eða framvísunar fylgibréfs, þótt sendandi hafi krafist þess, sjá 2. mgr. 12. gr., sbr. 7. tl. 1. mgr. 6. gr. og 2. málsl. 25. gr. LSL, getur hann bakað sér ábyrgð á tjóni, er af því leiðir. Ekki eru í LSL nein ákvæði um skilyrði bótaskyldu flytjanda vegna vanefnda af þessu tagi. Um bótaskilyrði fer því eftir almennum reglum kröfuréttar, sbr. Hrd. 1975, 385. (Samkomulag var milli aðila samnings um vöruflutn- ing með bifreið þess efnis, að flytjandi afhenti ekki viðtakanda vörur, nema gegn framvísun frumrits fylgibréfs. Þrátt fyrir það afhenti flytjandi vörurnar, án þess að krefjast frumrits. Var hann því dæmd- ur bótaskyldur gagnvart sendanda). 6.8. Ábyrgð vegna annarra vanefnda flytjanda I LSL eru ekki reglur um bótaábyrgð vegna annarra vanefnda flytj- anda en þegar hafa verið nefndar. Ljóst er þó, að flytjandi getur skv. almennum reglum kröfuréttar bakað sér bótaábyrgð sökum vanefnda, sem ekki eru greindar í LSL. Geta má þess, að um samninga um flutning á landi (eða í lofti) gilda engar sérstakar reglur, sem svara til reglna sjóréttar um svo- nefnda farmskírteinisábyrgð, sjá 142. gr. sigll. Samkvæmt þeirri grein ábyrgist farmflytjandi viðtakanda, að rétt sé það, sem farmskírteini greinir um vöru, nema hann hafi gert um það fyrirvara eða viðtak- anda mátt vera ljóst, að farmflytjandi hafi ekki kannað réttmæti til- greiningar. Að vísu eru upplýsingar þær sem fram koma í fylgibréfi, sbr. 6. gr. LSL, mikilvægar varðandi sönnun ýmissa atriða og er flytj- anda skylt samkvæmt 9. gr. LSL að kanna hvort þær séu réttar, en um sérstaka ábyrgð vegna rangrar lýsingar vörunnar er ekki að ræða af hálfu flytjanda eins og er eftir 142. gr. sigll.12 (Um ábyrgð send- anda gagnvart flytjanda vegna rangra og ófullkominna upplýsinga í fylgibréfi eða merkingar vöru eru ákvæði í 21. gr. LSL, sjá 3. kafla hér að framan). 7. Efnisútdráttur í þeirri grein lögfræðinnar, sem nefnd er flutningaréttur, er m.a. lýst réttarreglum um farmflutninga á sjó, landi og i lofti. Reglur um 12 Flytjandi, sem vanrækir könnunarskyldu sína samkvæmt 9. gr. LSL getur vafa- laust orðið bótaskyldur samkvæmt almennnum reglum. 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.