Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 34
samninga um flutning farms á sjó og í lofti hafa verið í íslenskum
lögum um árabil. Hins vegar varð það ekki fyrr en á síðastliðnu ári,
að á Islandi voru sett lög um samninga um vöruflutninga á landi. Við-
fangsefnið hér er kynning á LSL nr. 24/1982. Fyrirmynd þeirra eru
norræn lög, sem að nokkru eru reist á ákvæðum milliríkjasamnings
um flutning á vörum eftir vegum milli landa, CMR-samningsins frá
1956 (1. kafli).
1 2. kafla segir lauslega frá helstu hugtökum LSL, en þeim svipar
til þeirra, sem tíðkast í öðrum íslenskum lögum um flutningssamn-
inga. Hugtökin flytjandi, sendandi og móttakandi eru skilgreind stutt-
lega.
í 8. kafla segir frá efni I. kafla LSL, en meginefni hans er gildis-
svið laganna. Af ákvæðum LSL og greinargerð með frv. til laganna
kemur fram, að þau gilda um vöruflutninga innanlands með bifreiðum,
ef flytjandi vörunnar annast „að jafnaði flutning fyrir fleiri en einn
aðila í sömu ferð og gegn gjaldi“. Segir í grg., að lögunum sé ekki
ætlað að gilda um vörusendingar, sem hafa upphafs- og ákvörðunar-
stað innan sama bæjarfélags eða kaupstaðar.
Reglur íslenskra og erlendra laga um flutningssamninga eru í ýms-
um mikilvægum atriðum ófrávíkjanlegar. Einkum lúta hin ófrávíkjan-
legu ákvæði að því að skerða rétt flytjanda til þess að takmarka bóta-
ábyrgð sína gagnvart eigendum vöru, sem hann flytur. Er markmið
slíkra ákvæða flestum lögfræðingum kunnugt. 1 LSL er hins vegar
ekkert ákvæði, sem girðir fyrir það, að aðilar semji um frávik frá
reglum laganna. Ná lögin varla tilgangi sínum, ef flytjandi getur að
öllu leyti undanþegið sig bótaábyrgð með skildaga í fylgibréfi eða á
annan hátt (4. kafli).
Stutt yfirlit yfir meginefni LSL, annað en efni I. kafla þeirra, er
í 5. kafla greinar þessarar. Segir þar fyrst frá reglum LSL um útgáfu
fylgibréfs og hvert efni fylgibréfs skuli vera. Þá er greint frá ákvæð-
um LSL um réttaráhrif þess, að eigi er farið eftir fyrirmælum um
útgáfu fylgibréfs, ákvæðum um skyldu flytjanda til að kanna rétt-
mæti tilgreiningar í fylgibréfi og skyldur sendanda, er afhendir hættu-
lega vöru til flutnings. Ákvæði LSL um ráðstöfunarrétt sendanda yfir
vörunni eru rakin. Sendandi getur ráðstafað vörunni meðan á flutn-
ingi stendur, en þegar hún er komin á ákvörðunarstað getur móttak-
andi krafist hennar að uppfylltum nánar tilgi’eindum skilyrðum. Síðan
er greint frá fleiri reglum, svo sem ákvæðunum um ábyrgð flytjanda,
en þau eru rakin frekar í 6. kafla. Þar næst eru í 5. kafla rakin m.a.
ákvæði LSL um bótaskyldu sendanda gagnvart flytjanda vegna rangra
28