Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 20
•ef eigi sé um annað samið, sjá 1. mgv. 6. gr., 8. gr. og 1. mgr. 15. gr. Af þessum ákvæðum verður naumast dregin sú ályktun, að öll önnur ákvæði LSL séu ófrávíkjanleg. Samkvæmt þessu má líta svo á, þrátt fyrir fyrrgreindar athugasemdir í lagafrv., að almennt sé heimilt að víkja frá reglum LSL með samningi, sjá einnig 6.2. og 6.5. hér á eftir. Telja verður miður farið, að svona skuli vera búið um hnútana.4 Lögin ná tæpast tilgangi sínum, ef heimild flytjanda til þess að undan- þiggja sig ábyi'gð samkvæmt III. kafla laganna eru ekki settar sér- stakar skorður. 5. YFIRLIT YFIR EFNI LAGANNA I 3. kafla hér á undan var vikið að gildissviði LSL, en um það fjallar I. kafli þeirra. Verður nú greint í stórum dráttum frá meginefni ann- arra kafla LSL og fáeinar athugasemdir gerðar við sum ákvæði lag- anna. II. kafli LSL (6.-15. gr.) ber heitið flutningssamningar. I 6. gr. LSL er kveðið á um skyldu til útgáfu fylgibréfs og efni þess. Skylda þessi er þó ekki fortakslaus, sbr. 1. mgr. 6. gr. Eftir 6. gr. skal í fylgi- bréfi greina nöfn og heimilisföng sendanda og viðtakanda vöru. Einn- ig skal greina hvenær varan var afhent flytjanda, stykkjafjölda, mál, þunga, merkingu o.fl. Ennfremur skal geta um greiðsluskilmála, fjár- hæð kröfu, sem innheimta skal hjá viðtakanda, ef um slíkt er að ræða, flutningsgjald o.fl. Loks er kveðið á um, að flytjandi skuli staðfesta viðtöku vörunnar með undirritun sinni á fylgibréfið og að sendanda beri að merkja vöruna greinilega með nafni, heimilisfangi og síma viðtakanda, svo og með öðrum nauðsynlegum upplýsingum. I 7. gr. segir, að ákvæði laganna gildi, þótt fylgibréf hafi eigi verið gefið út, sé glatað eða ekki þess efnis, sem áskilið er. Áttunda grein fjallar um réttaráhrif þess, að ákveðin bifreið er tilgreind í fylgibréfi. Samkvæmt 9. gr. er flytjanda skylt að kanna, hvort upplýsingar í fylgibréfi eru réttar og er honum heimilt að gera fyrirvara um til- greiningu sendanda í fylgibréfi, enda sé slíkur fyrirvari rökstuddur. 4 í öðrum íslenskum lögum um samninga á sviði fjármunaréttar eru eins og kunnugt er venjulega almenn ákvæði, sem kveða skýrt á um þetta efni, sjá einkum 52. gr. sigll., 1. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, 1. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup og 3. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga. I loftfl. er hins vegar ekki almennt ákvæði um það í hve miklum mæli víkja megi frá reglum IX. kafla laganna um loftflutninga. Eru ákvæði kaflans því undanþæg, ef ekki er sérstaklega mælt á annan veg í einstökum lagagreinum, eins og t.d. er gert í 119. gr. loftfl., sbr. Peter Lþdrup. Luftrett II. Oslo 1975, bls. 97 o.áfr. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.