Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Page 13
Arnljótur Björnsson prófessor: NÝ LÖG UM SAMNINGA UM VÖRUFLUTNINGA Á LANDI EFNISYFIRLIT 1. Inngangur ................................................... 7 2. Helstu hugtök. Aðilar flutningssamnings .................... 10 3. Gildissvið laganna o.fl..................................... 11 4. Eru lögin frávíkjanleg? .................................... 13 5. Yfirlit yfir efni laganna................................... 14 6. Ábyrgð flytjanda ........................................... 18 6.1. Bótagrundvöllur......................................... 19 6.2. Samningsákvæði um undanþágu frá ábyrgð ............... 22 6.3. Ábyrgð vegna dráttar ............................ 24 6.4. Ákvörðun bótafjárhæðar.................................. 24 6.5. Takmörkuð ábyrgð flytjanda.............................. 25 6.6. Hækkun hámarksábyrgðar flytjanda ....................... 26 6.7. Ábyrgð vegna afhendingar til rangs aðila o.fl......... 27 6.8. Ábyrgð vegna annarra vanefnda flytjanda............... 27 7. Efnisútdráttur ........................................... 27 1. INNGANGUR Um flutning á mönnum eða munum með skipi, flugvél og bifreiðum gilda um margt ólíkar lagareglur. Reglur um flutning farms eru í heild fyrirferðarmeiri í löggjöf en réttarreglur um farþegaflutning. Verður hér einungis fjallað um hinar fyrrnefndu. Sumar réttarreglur um farmflutning eru sambærilégar og aðrar náskyldar. Má þar sér- staklega nefna, að fyrirmyndir ýmissa reglna flugréttar eru sóttar til sjóréttar og járnbrautarréttar. Ýmis rök mæla með því að lýsa farm- flutningareglum sjóréttar, flugréttar og landflutningaréttar saman. Hafa sumir fræðimenn gert það og nefnt fræðigreinina flutningarétt eða samsvarandi erlendu heiti.1 Flutningaréttur er nýlegt hugtak í nor- rænni lögfræði og eru takmörk efnissviðs hans ekki fullmótuð. Flest- ir norrænir fræðimenn munu þó afmarka fræðigreinina flutningarétt nokkuð þröngt, þannig að hún nái fyrst og fremst til þess, sem kalla 1 T.d. Kurt Grönfors. Allmán transportrátt. 5. útg. Stockholm 1977. 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.