Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Qupperneq 15
kom ekki til fyrr en síðar. Fyrstu síðari tíma lagaákvæðin, sem fólu í sér hreina hlutlæga bótareglu, voru 31. gr. laga nr. 32/1929 um loft- ferðir6 og 67. gr. umferðarlaga nr. 26/1958. Fyrstu dæmi um svo víð- tæka ábyrgð án beinnar heimildar í settum lögum eru í Hrd. 1958, 112 og Hrd. 1968, 1051. Nú eru í settum íslenskum lögum nokkur ákvæði um hlutlæga ábyrgð. Auk þess eru örfá dæmi um að dómstólar hér á landi hafi lagt slíka ábyrgð á menn án beinnar heimildar í settum lögum. Má segja, að í mjög stórum dráttum hafi réttarþróunin á þessu sviði á Islandi verið svipuð og annars staðar á Norðurlöndum. Hér er ekki ástæða til að gefa yfirlit yfir réttarreglur um hlutlæga ábyrgð í Skandinavíu eða öðrum grannlöndum. Um þær má vísa til erlendra kennslu- og hand- bóka. Eru nokkrar þeirra nefndar í ritaskrá hér á eftir. í 2. kafla hér að neðan er yfirlit yfir helstu núgildandi íslensk laga- ákvæði um hlutlæga ábyrgð utan samninga. Ýmsum sérstökum bóta- ákvæðum er sleppt, svo sem 2. mgr. 5. gr. laga nr. 56/1972 um lögreglu- menn og 10., 13. og 14. gr. laga nr. 74/1982 um brunavarnir og bruna- mál. Eigi er heldur gerð grein fyrir reglu 8. kapítula Mannhelgisbálks Jónsbókar um bótaskyldu ósakhæfra manna. Loks skal tekið fram, að ekki er vikið að sérreglum réttarfarslaga um bætur, sbr. einkum 153. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála, 24. og 28. gr. laga nr. 18/ 1949 um kyrrsetningu og lögbann og 49. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/ 1978, en ákvæði laganna frá 1949 og 1978, sem hér var vísað til, varða fyrst og fremst tjón, sem hvorki tengist spjöllum á mönnum né munum. I 3. kafla er fjallað um lagarök fyrir hlutlægri bótaábyrgð, fyrst almennt og síðan sérstaklega rök fyrir ákvæðum settra íslenskra laga. 4. kafli varðar ólögfestar reglur um hlutlæga ábyrgð. 2. SETTAR LAGAREGLUR 2.1. ÁKVÆÐI UM BÓTAÁBYRGÐ VEGNA „HÆTTULEGRAR STARFSEMI“ Lagareglur þær, sem um ræðir í 2.1., eiga það sammerkt, að hlut- læg ábyrgð er lögð á réttaraðila, sem hafa með höndum rekstur tækja eða starfsemi, er telja má, a.m.k. að einhverju leyti, sérstaklega hættu- lega. 6 Um þau sjá Benedikt Sigurjónsson, 21-26. Að vísu þekktust á 19. öld lagaákvæði um hlutlæga ábyrgð hins opinbera á sérstöku sviði, sbr. lög nr. 28/1893 um skaða- bætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju o.fl. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.