Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Side 20
að slíkt tæki eða þegar loftfar eða farmur skemmist í árekstri loft-
fara. Eigandi farartækis, sem valdið hefur tjóni á öðru slíku tæki,
ber því yfirleitt ekki bótaábyrgð vegna eignaskemmda á síðarnefndu
tæki, nema skilyrði almennra skaðabótareglna séu fyrir hendi, sjá þó
Hrd. 1964,138.i4
Reglur umferðarlaga og loftferðalaga um þetta eru ekki samhljóða,
en enginn verulegur efnismunur er á reglum laganna um tjón á tækj-
unum sjálfum.15
(b) Farþegar og farmur. Farþegar í ökutæki eða loftfari og eigend-
ur muna njóta einungis bótaréttar eftir almennum skaðabótareglum
gagnvart þeim, sem ábyrgð ber á tæki því, sem flytur þá, ef flutt er
án endurgjalds (Smávægileg undantekning er í 2. málsl. 97. gr. loft-
ferðalaga). Sé flutt gegn gjaldi, er réttarstaða tjónþola betri (hlutlæg
ábyrgð eftir umferðarlögum, en sakarlíkindarégla skv. loftferðalögum).
1 nágrannalöndunum hefur víðast hvar verið horfið frá því að gera
mun á réttarstöðu farþega í bifreiðum eftir því, hvort flutt er gegn
gjaldi eða ekki. Hinar sérstöku reglur um bótarétt farþega og eig-
enda farms í flugvélum eru í samræmi við alþjóðareglur og er yfirleitt
ekki litið á þær sem skaðabótareglur utan samninga.
(c) Tjón innan marka flugvallar. Hlutlæga ábyrgðarreglan í 133.
gr. loftferðalaga, sbr. 1. mgr. 134. gr., tekur ekki til tjóns, er verður
á mönnum eða hlutum innan marka viðurkennds flugvallar. Rökin
fyrir því eru m.a. þau, að þeim, sem eiga hágsmuni á flugvallarsvæði,
megi vera ljós sú hætta, er stafar af loftförum. Tjón komi því ekki
niður á „saklausum“ þriðja manni.10 Svipuð rök hafa verið færð fram
til stuðnings því, að farþegar og eigendur farms í bifreiðum og flug-
vélum og aðrir, sem tengjast „hættulegum atvinnurekstri" með samn-
ingi, skuli ekki njóta bótaréttar eftir hreinum hlutlægum skaðabóta-
réglum.17
(d) Óviðráðanleg atvik o.fl. Engar af þeim víðtæku bótareglum, sem
hér um ræðir, aðrar en reglan um olíumengun í Brusselsáttmálanum
frá 1969, gera ráð fyrir, að óviðráðanleg atvik („vis major“), eins og
styrjöld eða náttúruhamfarir, leysi rekstraraðila undan ábyrgð. Ákvæði
umferðarlaga, loftferðalaga og 205. gr. siglingalaga má skýra svo, að
14 Um rök fyrir þessari undantekningu frá hlutlægri ábyrgð sjá m.a. Arnljótur
Björnsson, 1975, 127-8.
15 Um rétt farþega og eiganda muna, sem fluttir eru í skráningarskyldu ökutæki,
gagnvart eiganda annars ökutækis sjá Arnljótur Björnsson, 1975, 128-9.
16 Sjá nánar Lfídrup, 356.
17 Sbr. t.d. Ussing, 1947, 128.
14