Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Qupperneq 26
löggjöf í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð um slysatryggingu vegna um- ferðarslysa. Þau rök, sem lögfræðingar hafa fært með hlutlægri ábyrgð, eru fyrst og fremst þau, að svo víðtæk regla gegni hlutverkum skaðabótaréttar í þjóðfélaginu betur en vægari reglur. Eldri fræðimenn lögðu áherslu á, að hlutlægar bótareglur hefðu mikil varnaðaráhrif.32 Nú leggja menn meiri áherslu á önnur áhrif reglnanna, einkum það, að með þeim má færa ábyrgðina á herðar aðila, sem eru vel í stakk búnir til að bera bótaábyrgð, sérstaklega þeir, er geta keypt ábyrgðartryggingu og tek- ið tillit til kostnaðar af henni (iðgjaldsins), þegar þeir taka ákvarð- anir um rekstur sinn („dreifingarhlutvei'kið").3 3 Yfirleitt er það talið skilyrði hlutlægrar ábyrgðar, að starfsemi fylgi sérstök hætta á að tjón verði. Verður síðar vikið nánar að því. Rök með hlutlægum bótareglum tengjast mjög skilyrðinu um sér- staka hættu. Verða nú nokkur þau helstu nefnd, en sum þeirra hafa einnig verið notuð til þess að renna stoðum undir regluna um vinnu- veitandaábyrgð. Því hættulegri sem starfsemi er, þeim mun erfiðara er að sýna svo mikla varkárni, að alltaf verði komist hjá tjóni. Ekki má vænta svo almennrar varkárni, að alltaf sé unnt að afstýra alvarlegum slysum, t.d. vegna aksturs bifreiða eða annarra vélknúinna tækja. Hlutlægar bótareglur geta vegið á móti hinni auknu hættu, sem fylgir hættu- legri starfsemi.34 Oft eru viðhafðar hættulegar aðferðir við störf í atvinnurekstri, vegna þess að kostnaðarsamt er að gera auknar öryggisráðstafanir. Segja má, að sá, sem valið hefur starfsaðferðirnar og hefur hag af þeim, þ.e. atvinnurekandinn, eigi að bera ábyrgð á því tjóni, sem verð- ur vegna hinna áhættusömu aðferða.35 Nátengd síðastgreindu sjónarmiði eru þau þjóðhagslegu rök, sem oft voru notuð áður fyrr, að starfsemi skyldi bera allt tjón, sem af henni hlýst. Tj ónskostnaðurinn skyldi greiðast eins og annar rekstrar- kostnaður. Ef svo væri ekki, gæti starfsemin haldið áfram, þótt hún væri þjóðhagslega óhagkvæm, þ.e. að samanlagt tjón af henni væri meira en þau verðmæti, sem hún skapaði.36 Út frá þessari röksemda- 32 T.d. Ussing, 1947,118 o.áfr. 33 Hellner, 113 og Magnús Þ. Torfason, 469, en þar er að vísu ekki einungis fjallað um hlutlæga ábyrgð. 34 Hellner, 114. 35 Jþrgensen og Nþrgaard, 78. 36 Ussing, 1947, 120. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.