Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 8
Eins og að framan er sagt um hinar ólíku kynfylgjur, reyndust þverbrestir í skapgerð Bárðar, sem ekki hafði gætt, meðan hann barðist áfram við nám, en reyndust honum illa við erfiðar aðstæður í einkalifinu. Bárður var maður skap- harður og tilfinninganæmur og þessar andstæður leiddu hann í ógöngur nær strax að loknu námi. Mikill hluti ævi hans og sá, sem flestum nýtist best til af- reka, eyddist honum í baráttu við sjálfan sig og þeirri baráttu tapaði hann. Af margvíslegu mótlæti sínu og ekki síst sjálfskaparvítunum varð Bárður böl- sýnn og fullur vantrúar á lífstilganginn. Þótt hann væri jafnan í starfi, var ekki stefnt að neinu marki, bátnum aðeins haldið á floti, en ekki sigld nein stefna. Um tíma virtist ætla að rætast úr fyrir honum, hann kvæntist öndvegiskonu, en missti hana eftir 5 ára sambúð og mátti ekki við þvf. Síðustu 10 árin vann Bárður einvörðungu við ritstörf og hafði til þeirra gott næði, undi sér vel við þau, en þá var heilsan farin og hann hafði mikils misst af sínu fyrra atgervi til ritstarfa, einkum var mikill munur orðinn á minni hans. Það var samt mikil furða, hverju hann afkastaði siðustu árin. Hann þýddi og samdi sjö bækur á átta árum, en þar á meðal eru Afburðamenn og örlagavaldar, fimm binda verk, og Skipabók AB (ásamt Ólafi Sigurðssyni) sem er feiknaverk. Þar ber mörg orðsmíðin í þýðingum á ýmsum hlutum skipa glöggan vott um málhagleik Bárðar. Þvf verður samt ekki neitað, að lífsverk Bárðar Jakobssonar var að allra dómi, sem til þekktu, ekki í réttu hlutfalli við hæfileika hans til stórra verka. Á honum sannaðist hið fornkveðna, að sitthvað er gæfa og gjörvuleiki. Jóhannes Ásgeirsson 182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.