Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 46
ættleiddur væri. Dómsmálaráðherra hefði því ekki farið út fyrir vald- svið sitt við veitingu ættleiðingarleyfisins. Dæmdi héraðsdómari því D og G sýknu af kröfum NSH. 4. Niðurstaða Hæstaréttar. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til þessa máls. Minni hlutinn (tveir dómarar) taldi, að NSH hefði fengið tækifæri til þess að tala máli sínu gagnvart því stjórnvaldi, er veitti leyfið, áður en það var veitt. Með þeirri athugasemd bæri að staðfesta héraðsdóminn með skírskotun til forsendna hans. Meiri hluti Hæstaréttar komst að annarri niðurstöðu. 1 atkvæði meiri hlutans sagði, að skýra yrði 11. gr. áðurgreinds Norðurlanda- samnings, sem hefði lagagildi hér á landi, svo, að íslensk stjórnvöld mættu ekki veita ættleiðingarleyfi, sem íslenskur ríkisborgari sækti um, ef hann væri búsettur í öðru ríki á Norðurlöndum. Yrði því úr því að skera, hvort G hafi átt heimilisfesti á Islandi eða í Svíþjóð, þegar hann sótti um ættleiðingarleyfið. Fyrst er í atkvæði meiri hlut- ans getið flutningstilkynningarinnar frá 12. ágúst 1975 samkvæmt hinu samnorræna flutningsvottorði. Engin skjöl hafi verið lögð fram um það í málinu, að fjölskyldan hafi eftir þetta aðhafst neitt til þess að telja lögheimili sitt hér á landi, sbr. 10. gr. laga nr. 35/1960. Yrði því ekki á því lagaákvæði byggt. Þá sagði, að hver svo sem verið hefði lagagrundvöllur þeirrar skjalagerðar, er varðaði flutning G og fjöl- skyldu hans til Svíþjóðar, væri ljóst, að G hefði flutt lögheimili sitt til Svíþjóðar 1975 og hafi opinber skráning verið í samræmi við það. Flutningur konu hans til íslands 1977 hafi ekki breytt lögheimili hans í Svíþjóð, sbr. 7. gr. laga nr. 85/1960. Samkvæmt þessu hafi G borið að sækja um ættleiðingarleyfið í Svíþjóð og íslenskt stjórnvald hafi að hérlandslögum ekki mátt veita leyfið. Bæri því að fella leyfið úr gildi. III. HUGLEIÐINGAR UM NIÐURSTÖÐU MÁLSINS. Mér virðist sem tvennt hafi aðallega ráðið niðurstöðu meiri hluta Hæstaréttar við ákvörðun á því, hvar G átti heimilisfesti. Fyrra atrið- ið er það, að G hafði samkvæmt hinu samnorræna flutningsvottorði tilkynnt flutning á lögheimili sínu frá Islandi til Lundar í Svíþjóð og eftir þessa flutningstilkynningu, sem dág'sett var 12. ágúst 1975, ekk- ert gert til þess að telja lögheimili sitt hér á landi eftir 10. gr. laga nr. 35/1960. Síðara atriðið virðist mér vera það, að opinberri skráningu hafi verið hagað í samræmi við flutningstilkynningarnar. Svipar þess- 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.