Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 54
ingur; Dr. Ingi Sigurðsson, lektor, og Steingrímur Gautur Kristjánsson, borgar- dómari. í varastjórn eru séra Bjarni Sigurðsson, dósent, og dr. Björn Sigfús- son, fyrrverandi háskólabókavörður. Páll Sigurðsson FRÁ DÓMARAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalfundur Dómarafélags Reykjavíkur var haldinn í húsakynnum BHM í Reykjavík hinn 23. október 1984. í veikindaforföllum formanns félagsins, Steingrims Gauts Kristjánssonar, setti varaformaður, Friðgeir Björnsson, fundinn. Hann bað Garðar Gíslason, borgardómara, að fara með fundarstjórn og Eggert Óskarsson, borgardómara, að gegna störfum fundarritara. Varaformaður, Friðgeir Björnsson, flutti skýrslu stjórnar um starf félagsins og félagsstjórnar á liðnu starfsári. Einn félagsmanna hafði látist, Emil Ágústs- son, borgardómari. Fundarmenn minntust hans með því að rísa úr sætum. Ólöf Pétursdóttir, sem á starfsárinu hafði verið skipuð héraðsdómari í Kópa- vogi, hafði bæst í hóp félagsmanna og var hún boðin velkomin í félagið. Varaformaður greindi frá helstu málum, sem stjórn félagsins hafði fengist við. Einkum væri þar að nefna kjaramálin og þá lagaþreytingu, er varð á síðastliðnu vori þess efnis, að launakjör dómara skyldu ákveðin af Kjara- dómi. Með þeirri breytingu væri komið í höfn langtímabaráttumál félagsins, en eftir ætti að koma í Ijós, hvort sú breyting hefði í för með sér nokkrar kjarabætur. Þetta hefði þó verið eitt helsta baráttumál félagsins á síðustu árum. Því væri það miður, að greind breyting hefði ekki náð til vararíkis- saksóknara og saksóknara, sem þannig hefðu tveir einir allra félagsmanna Dómarafélags Reykjavíkur verið skildir eftir. Varaformaður skýrði frá störfum stjórnarskrárnefndar Dómarafélags islands og kvað þá nefnd mundu leggja fram greinargerð sína á framhaldsaðalfundi Dómarafélagsins. Þá fjallaði varaformaður um störf réttarfarsnefndar, sem hann á sæti í, gerði grein fyrir því, sem þar væri unnið að og væri framundan og gat m.a. frumvarps um meðferð minni háttar mála. í lok skýrslu sinnar ræddi varaformaður nokkuð hugmyndir, er uppi hefðu verið um breytingu á nafni félagsins. Tillögum þar að lútandi hefði á síðasta aðalfundi verið frestað til þessa fundar, en sannast sagna hefði á starfsárinu lítið verið rætt um slíkar tillögur. Menn virtust því almennt hallast að þvi að halda nafni félagsins óbreyttu, þótt í félaginu væru nú, auk allra dómara við dómaraemþættin í Reykjavík, skipaðir héraðsdómarar við embætti sýslu- manna og bæjarfógeta svo og vararíkissaksóknari og saksóknari. Gjaldkeri félagsins, Jónas Gústavsson, gerði grein fyrir reikningum þess. Reikningar félagsins voru samþykktir án athugasemda. Að loknum umræðum um skýrslu stjórnar og félagsmál almennt fór fram stjórnarkjör fyrir næsta starfsár. Formaður félagsins var kosinn Friðgeir Björnsson, borgardómari. Aðrir í aðalstjórn voru kosin: Bragi Steinarsson, vararíkissaksóknari, Jónas Gústavsson, borgarfógeti, Jón Erlendsson, saka- dómari, og Ólöf Pétursdóttir, héraðsdómari. [ varastjórn voru kosnir: Stein- grlmur Gautur Kristjánsson, borgardómari, og Már Pétursson, héraðsdómari. 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.