Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 22
ingar, en eigi skal lagður dómur á, hvort það réttarúrræði sé æski- legt (Um það sjá Stefán Már Stefánsson. Ósannað að ekki megi ná árangri án refsiviðurlaga. Dagblaðið-Vísir, 3. apríl 1984, bls. 11). Auk þess er hugsanlégt, að ná mætti góðum árangri með auglýsingum til útbreiðslu á notkun öryggisbelta og1 hlífðarhjálma í umferð, ef reglan í 2. málsl. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga væri numin úr lögum og al- menningi gert Ijóst, að vanræksla í þessu efni gæti varðað missi eða lækkun skaðabóta. Skoðanir manna eru án efa skiptar um, hve þungvæg þessi gagn- stæðu rök séu. Þeirri spurningu er ekki svarað hér, en bent hefur verið á nokkur sjónarmið, sem mæla með og á móti hinni nýju reglu. 5. EFNISÚTDRÁTTUR I lögum og reglugerðum eru nokkur fyrirmæli um, að skylt sé að nota öryggisbelti, hlífðarhjálma og gleraugu til varnar slysum, sjá einkum umferðarlög og reglugerðir um öryggi á vinnustöðum. Með einni undantekningu, þ.e. 2. málsl. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga, segja ákvæði þessi ekkert um, hver áhrif það hafi á skaðabótarétt, ef brotið er gegn þessum fyrirmælum. Um önnur slys en umferðarslys gildir því sú almenna regla skaðabótaréttar, að réttur tjónþola getur fallið niður eða skerst, ef tjón verður að einhverju leyti rakið til vanrækslu hans á að nota öryggisbúnað þennan. Sömuleiðis geta atvinnurekendur og aðrir bakað sér bótaskyldu á sakargrundvelli, ef þeir sinna ekki skyldum sínum í þessu efni. Raktir eru nokkrir hæstaréttardómar um vinnuslys, þar sem reyndi á þessar reglur (1. kafli). 1 2. kafla er stuttlega fjallað um skilyrði þess, að bótaréttur skerðist sökum vanrækslu af þessu tagi. Norrænt samstarf um löggjöf uip notkun öryggisbelta í bifreiðum og hjálma við akstur bifhjóla varð til þess, að sett voru ákvæði um, að vanræksla á að nota slíkan öryggisbúnað skuli ekki valda lækkun eða brottfalli réttar til bóta fyrir slys. Hér á landi er slíkt ákvæði í 2. málsl. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga. Þessi nýmæli voru tekin upp að ráði Norræna umferðaröryggisráðsins, sem taldi, að erfitt væri að færa haldbær rök fyrir því að beita reglunni um skerðingu bótaréttar vegna sakar tjónþola gagnvart mönnum, er eigi nota öryggisbelti eða hjálm í umferð. Er röksemdafærsla umferðaröryggisráðsins rakin í megin- atriðum. Rök ráðsins eru mótuð af viðhorfum, sem hafa verið ofar- lega á baugi á síðari árum og eru flest þess efnis, að almenna reglan um eigin sök gegni yfirleitt illa þeim hlutverkum, sem talin eru ein- 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.