Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 51
Ávíð 02 dreif FRÁ HINU ÍSLENSKA SJÓRÉTTARFÉLAGI Hið íslenska sjóréttarfélag var stofnað haustið 1982. Hlutverk félagsins er að efla íslenskan sjórétt sem fræðigrein og að auka áhuga á greininni og kynna hana. Samkvæmt lögum félagsins hyggst það m.a. ná tilgangi sínum með því: 1) „Að kynna fræðigreinina, almennt og sérgreint, og nýmæli I sjórétti fyrir félagsmönnum, m.a. með fræðslufundum og/eða umræðufundum. 2) Að örva og styrkja rannsóknir f sjórétti, sjóvátryggingarétti og skyldum greinum, t.d. með því að stuðla að útgáfu íslenskra fræðirita í sjórétti og auknum bókakaupum íslenskra rannsóknabókasafna um sjóréttar- leg málefni. 3) Að annast útgáfustarfsemi á þessu sviði, t.d. útgáfu erinda, sem haldin verða á fræðafundum, útgáfu prófritgerða í sjórétti við Lagadeild Há- skóla íslands (í samvinnu við höfundana), með fréttabréfi, þar sem ýmis nýmæli séu kynnt eða gagnlegum upplýsingum miðlað, og útgáfu at- hyglisverðra héraðsdóma í sjóréttarmálum (eða úrdrátta úr þeim). 4) Að stuðla að því, að aukinn verði vegur sjóréttarkennslu við Lagadeild Háskóla íslands, eða utan hennar, t.d. með reglubundnum og vönduð- um námskeiðum. 5) Að leitast við að auka tengsl íslendinga við erlendar rannsóknarstofn- anir í sjórétti. 6) Að efla kynni við erlenda sjóréttarfræðinga eða áhugamenn um sjórétt, t.d. með skipulagningu námsferða eða ferða á ráðstefnur og með sam- skiptum við hliðstæð félög erlendis. 7) Að beita sér fyrir eðlilegri endurskoðun laga og reglna á sviði sjó- réttar á komandi tímum.“ Allir áhugamenn um sjórétt eiga rétt á að vera félagsmenn. Einnig eiga félög, samtök og stofnanir rétt á aðild. Félagar eru nú um 120, þar af nokkur fyrirtæki, svo sem skipafélög og vátryggingafélög, auk hagsmunasamtaka í sjávarútvegi. Félagsgjald er nú kr. 600 og er áskrift tímaritsins Njarðar inni- falin í því. Félagið er fullgildur aðili að Alþjóðasiglingamálanefndinni (Comité Mari- time International) og hefur ýmisleg samskipti við höfuðstöðvar þeirra sam- taka í Antwerpen. Ráðgert er, að f framtlðinni muni félagið tilnefna fulltrúa á ráðstefnur, sem fyrrnefnd alþjóðasamtök standa fyrir, en þar er einkum fjallað um drög að nýjum eða breyttum alþjóðasáttmálum á sviði sjóréttar. 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.