Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 36
ér sérstaklega einkenna réttarstöðu sakbornings, eftir að ákæra er gefin út og birt, sbr. 115. gr. oml., sbr. 19. gr. 1. 107/1976. 1) Málsmeðferð fyrir dómi er opinber, sbr. 16. gr. oml., nema dómara þyki ástæður þær, sem greindar eru í 2. mgr. ákvæðisins, standa því í vegi. Ætla verður, að 1. mgr. taki ekki einungis til þinghalda eftir málshöfðun, heldur og til rannsóknar fyrir dómi, áður en til máls- höfðunar kemur, sjá 74. gr. oml., sbr. 12. gr. 1. 107/1976.12) 2) Sökunautur á rétt á að kynna sér gögn málsins, sbr. 78. gr. og 121. gr. oml. Verjanda eða ákærða, ef hann ætlar að verja sig sjálfur, skal fá í hendur málsskjöl við þingfestingu o'g setja frest til varnar, sbr. 121. gr. oml. Frumrit skjala, þar sem eftirrit koma ekki að sama gagni, eða muni, er úrslit máls varða (skotvopn, hnífur), lætur dóm- ari aðilum yfirleitt ekki í hendur, hvorki sakborningi, verjanda hans né sækjanda, nema til athugunar í þinghaldi, enda er rétt að gera ljósmyndir af slíkurn gögnum aðilum til afnota, sbr. 2. mgr. 121. gr. oml. 3) Sökunautur á rétt á að vera við þinghöld, sbr. 76. gr., 105. gr., 4. mgr. 115. gr., sbr. 19. gr. 1. 107/1976, 116. gr., sbr. 20. gr. 1. 107/1976, 117. gr., 121. gr., 2. mgr. 125. gr., 129. gr., sbr. 28. gr. 1. 107/1976, 134. gr., 135. gr. oml. Þessi réttur er einskis virði, nema dómari boði ákærða til þinghalda, sbr. Hrd. LIII, bls. 1373. Um rannsókn máls fyrir dómi (fyrir málshöfðun), sjá 4. mgr. 77. gr. oml. Vísa má sökunaut úr réttarsal, ef hann gerir sig sekan um ósæmilega framkomu, há- reysti og annað þvíumlíkt, sbr. 39. gr. 1. 85/1936, sbr. 2. mgr. 19. gr. oml. 4) Sökunautur má ætíð verja sig sjálfur fyrir rétti, sbr. 3. mgr. 81. gr., 121. gr. og 135. gr. oml. Ákærði getur flutt varnarræðu, þótt lög- skylt sé að skipa honum verjanda, sbr. 135. gr. oml. Sökunautur getur því ætíð átt síðasta orðið. Þessi réttur sökunauts hefur hins vegar ekki áhrif á rétt eða skyldu dómara til að skipa ákærða verjanda, sbr. Hrd. LIII, bls. 1373. Sökunautur hefur ekki sjálfstæðan rétt til að spyrja vitni, en getur annaðhvort sjálfur eða fyrir tilstilli verjanda síns látið leggja spurn- ingar fyrir vitni, sbr. 6. mgr. 102. gr. og 134. gr. oml. Ákærða er rétt, áður en vörn er flutt, ef því er að skipta, að bera sérstaklega undir dómara hvert það atriði, er hann telur varða því, að ekki verði rétti- lega lagður dómur á mál að efni til, eins og þá stendur á, svo sem að máli beri að vísa frá dómi, að því beri að fresta til frekari rannsóknar 12) Sjá nánar Jónatan Þórmundsson, Opinbert réttarfar, 2. liefti (1980), bls. 64-87. 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.