Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 7
Það rættist úr fyrir móður Bárðar og hún vann það síðast verka að styðja hann fyrstu skrefin í langskólanámi. Hún hafði mest dálæti á Bárði barna sinna og mátti ekki til annars hugsa en að þessi vel gefni sonur hennar fengi notið námsgáfna sinna. Það entist Bárði skammt til skólagöngunnar, sem móðir hans gat af mörkum látið, enda féll hún frá á þriðja ári hans í menntaskóla. Bárður stóð þá einn uppi og á sama ári skall yfir sú mikla kreppa, sem þjakaði þjóðlífið í sex ár. Það var mikil þrekraun ungum mönnum, sem enga vandamenn áttu til að styðja við bakið á sér, að komast í gegnum langskólanám á kreppuárunum. Bárði var létt um að laða að sér fólk, svo að mörgum var vel til hans og vildu greiða götu hans. Þá var Bárður og einstaklega duglegur að útvega sér góða sumarvinnu. Hann var mörg sumur á síld og jafnan I hinum bestu skiprúmum, netamaður var hann I tvö sumur á Siglufirði og hafði gott upp úr því miðað við árferðið. Bárði Jakobssyni var flest vel gefið I vöggugjöf, en ekki allt fremur en öðrum mönnum. Hann var gjörvulegur ungur maður og mikil reisn yfir honum I fasi og allri framkomu. Hann var alhliða námsmaður, nema honum lét illa stærðfræði, þótt hann gæti lært það sem dugði I máladeild. Hann tók ágæt próf, enda var minni hans frábært og hann varð snemma vel menntaður og fjölfróður maður. Bárður var einstaklega vel máli farinn, mælskur, skýrmæitur, málhagur og ágæt- lega ritfær. Bárður var heimslystarmaður, sagður kvenhollur og veisluglaður og þótti manna skemmtilegastur á góðri stund. Hann var félagslyndur, þótt hann væri einfari um langt skeið ævinnar. Þeir, sem þekktu Bárð um þær mundir er hann lauk háskólanámi, væntu sér mikils af honum og honum var hampað af góðum mönnum, sem mikils máttu sín. Hann þótti hafa sýnt mikinn manndóm að berjast áfram til náms I verstu kreppunni og hann vann sér margt til ágætis á háskólaárunum. Hann var for- maður Stúdentaráðs, þegar Rússar réðust á Finna haustið 1939 og hiti mikill I garð kommúnista, sem mæltu Rússum bót. Landsfeðurnir sumir óttuðust, að 1. desemberræða formanns Stúdentaráðs, sem útvarpað yrði, gæti leitt til uppþota, ef þar yrði ekki mælt af gát og æsinga- laust. Bárður ámælti Rússum skörulega, en bað menn um að stilla sig. Urðu engin vandræði af ræðu hans, enda voru flestir sáttir við hana. Þótti góðum mönnum vel á málum haldið af svo ungum manni. Bárður vann sér það einnig til ágætis á háskólaárunum, að hann var fyrsti ritstjóri þess merka tímarits Sjómannablaðsins Víkings. Var hann með I ráðum um gerð blaðsins og þótti forráðamönnum tímaritsins honum hafa vel tekist frumgerðin. Þá er enn að nefna, að á háskólaárunum var Bárður fenginn til þess af for- ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins að bjóða sig fram til þings I Vestur-ísafjarðar- sýslu. Það var að vlsu gerviframboð, en eigi að síður þótti frammistaða Bárðar benda til þess, að þar færi efnilegur stjórnmálamaður. En það fór ekki allt sem horfði fyrir þessum unga, og að allra dómi, efnilega lögfræðingi, þegar hann útskrifaðist 22. maí 1942. Það mátti segja, að farsældin yfirgæfi hann um leið og hann lauk prófi og honum gengi flest öndvert eftir það. 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.