Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 19
á undanförnum áratugum. Engin tök eru á að rekja þá þróun í stuttu máli, en hún hefur öll stefnt að því að auka rétt þeirra, sem bíða tjón í umferðaróhöppum, einkum þeirra, sem slasast. Meðal nýmæla, sem hér skipta máli, er lögboðin slysatrygging í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, aukinn bótaréttur ökumanna í sumum ríkjanna og jrað, að farþegar, sem ekki greiða fyrir far sitt, njóta f þessum ríkjum nú yfirleitt sama bótaréttar og far- þegar, sem fluttir eru gegn gjaldi. Þá má nefna það sjónarmið, að ekki beri að taka tillit til minni háttar sakar tjónþola, þegar bótaréttur lians livílir á hlutlægri eða annarri víð- tækri skaðabótareglu. Reyndar hefur bótareglum vegna vinnuslysa sums staðar verið breytt til hagsbóta fyrir launþega, einkum í Svíþjóð, en þrátt fyrir það hafa umferðarslys enn þá sérstöðu á Norðurlöndum (þar á meðal hér á landi), að tjónþolar á þeim vettvangi eru yfirleitt betur settir en aðrir. Lokaákvæði 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga og aðrar hliðstæðar lagareglur í Skandinavfu stuðla að því að auka sérstöðu umferðarslysa í skaðabótarétti. Sá gi'undvallarmunur er á vinnuslysum, sem hljótast af skorti á öryggisbúnaði, og umferðarslysum þeirra, er slasast án beltis eða hjálms, að skaðabótaréttur í fyrrnefndum tilvikum byggist oft aðeins á því, að vinnuveitandi eða maður, sem hann ber ábyrgð á, vanrækir að fá starfsmönnum slíkan búnað eða hefur ekki nægilegt eftirlit með því, að hann sé notaður. 1 síðarnefndum tilvikum er yfirleitt ekki um það að ræða, heldur er grundvöllur bótaskyldu eiganda eða stjórnanda bifreiðar (ökutækis) nær alltaf mistök við akstur, bilun bifreiðar o.þ.h. Frumorsök vinnuslyss af þessu tagi er því sjálfur skorturinn á öryggisbúnaði, en umferðarslyss það, að bifreið rekst á annað öku- tæki, veltur, fer út af vegi o.s.frv. Um umferðarslys má halda því fram, að það að belti eða hjálmur var ekki notaður sé aukaatriði, þegar ákveða skal, hver eða hverjir skuli bera fjárhagslegar afleiðingar þeirrar atburðarásar, sem frumorsök umferðaróhappsins hleypti af stað. I hinum málaflokknum verður kjarni málsins hins vegar sá að meta, hvort rétt sé, að vinnuveitandi eða starfsmaður hans skuli bera fjártjón, sem eingöngu verður rakið til þess, að eigi var hirt um að nota nauðsynlegan öryggisbúnað, eða m.ö.o. að meta, hvernig rétt sé að skipta tj ónsbyrðinni milli aðila. Dæmigerð slysamál af þessu tagi eru nefnd í 1. og 2. kafla: Hrd. 1961, 793, Hrd. 1970, 97 og Hrd. 1976, 489. Hin vinnuslysin eru fleiri, þar sem skortur á hlífðarbúnaði er ein- ungis eitt af sakaratriðum, t.d. Hrd. 1970, 3, Hrd. 1974, 905 og Hrd. 1977, 1244, en öll þessi slys varða augnhlífar. Utan efnis þessarar greinar er bótaskylda vegna vinnuslysa, sem rakin verða til þess að vélar og tæki eru ekki búin lögmæltum hlífum til varnar slysum. í slíkum málum reynir á svipuð atriði og þau, sem hér er fjallað um, sbr. t.d. Hrd. 1962, 536 (hlíf vantaði á roð- flettingavél), Hrd. 1962, 823 (hlíf var ekki um vélarreimar í vélarrúmi fiskiskips), Hrd. 1968, 951 (drifhjólabúnaður á sláttuvél óvarinn) og Hrd. 1978, 593 (sagarblað í trésmíða- vél var ekki búið öryggishlíf). Er því ljóst, að rökin, sem liggja til grundvallar hinni sérstöku reglu í 2. málsl. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga, réttlæta ekki, að hliðstæð regla sé tekin upp um vinnuslys. 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.