Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 39
kostnað, hefur hann ekki með því farið út fyrir takmörk leyfi- legrar leiðbeiningarheimildar, enda var honum skylt samkvæmt 4. málsgr. 80. gr. laga nr. 27/1951 að taka á þessu stigi málsins afstöðu til sönnunaratriða þess í sambandi við ákvörðun um skip- un verjanda“. Hrd. XXXIV, 544. Af hálfu ákærða var þess krafizt fyrir Hæsta- rétti, að hinn áfrýjaði dómur yrði ómerktur, sökum þess að héraðs- dómari hefði ekki leiðbeint ákærða um skipun verjanda, sbr. eink- um 2. tl. 2. mgr. 80. gr. oml. Þar sem ákvæði 3. mgr. 80. gr. oml. þóttu eiga við um sök ákærða, var héraðsdómari ekki talinn hafa haft slíka ástæðu til að leita umsagnar ákærða um ráðnirigu verj- anda, að ómerkja bæri héraðsdóminn, þótt hann léti það undan falla, sbr. 8l. gr. nefndra laga. 7) Eigi sökunautur rétt á skipuðum ver janda, má hann ætíð benda á Iöghæfan mann til starfans, en dómari ákveður svo, hvern skipa skuli, sbr. 1. mgr. 81. gr. oml. Yfirleitt mun ætlazt til, að farið sé að tilmæl- um sökunauts í þessu efni, nema sérstakar ástæður mæli því í gegn, sbr. Hrd. XXXII, bls. 376; XXXIV, bls. 534. Sökunautur getur ekki að vild sinni skipt um skipaðan verjanda. Opinber skipun felur að líkindum í sér ríkari skyldur gagnvart dóm- stólunum en ráðning talsmanns skv. 3. mgr. 81. gr. Skipaður verjandi nýtur og meiri réttinda gagnvart hinu opinbera, sbr. 3. mgr. 86. gr. oml. um málflutningsþóknun. Hætta á töfum er líka fyrir hendi, eink- um ef skipa þarf nýjan verjanda. Hrd. XXXIX, 309. Varnaraðili í sjálfræðissviptingarmáli krafðist þess, að lögmaður yrði leystur frá starfa sínum sem verjandi hans vegna ósamkomulags um rekstur málsins. Verjandinn lýsti því yfir fyrir dómi, að hann samþykkti þessa ósk, en dómari synj- aði. Krafðist verjandinn þá úrskurðar sakadóms. I forsendum úrskurðarins segir svo: „Verjandi varnaraðilja hefur gégnt starfi sínu í máli þessu að öllu leyti, án þess að að verði fundið. Hafa eigi verið færð næg rök fyrir því, að hann víki úr starfi þessu, enda gæti það valdið meiri töfum á rekstri máls þessa en þegar er orðið. Verður því krafan um þetta eigi tekin til greina“. Úr- skurður þessi var staðfestur af Hæstarétti með skírskotun til áðurnefndra forsendna. Líklegt má telja, að sökunautur eigi auðveldara með að skipta um sjálfvalinn talsmann, en ætíð er þó áskilið samþykki dómara, sbr. 3. mgr. 81. gr. oml. 8) Sökunautur hefur víðtækar heimildir til málskots. Sökunautur 213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.