Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 34
oml., 25. gr. 1. 40/1968), myndataka og fingrafararannsókn (57. gr. oml., sbr. rgj. 152/1979), leit á manni (54., sbr. 56. gr. omk, 12., sbr. 14. gr. 1. 59/1969, sbr. Hrd. XLVI, bls. 221), geðrannsókn (75. gr. omk), sjá einnig 6. og 7. tk 1. mgr. 35. gr. oml. Konur njóta sérstöðu við leit skv. 2. mgr. 56. gr. omk, en hins vegar ekki skv. 12. gr. 1. 59/1969 (persónur af sama kyni). Samkvæmt aðalreglunni er sakborningi óskylt að tjá sig um sakargiftir, láta reyna sig með sannleilcsmæli eða ganga undir uppskurð, dáleiðslu eða sálkönnun. Álitamál er, hvort geðlæknir megi beita aðferðum við úrskurðaða geðheilbrigðisrannsókn, sem ella væri óheimilt að viðhafa. Leyfilegt mun vera að beita slíkum aðferðum án lagaheimildar, ef sökunautur hefur gefið samþykki sitt til þeirra, nema þær hafi líkams- eða heilsutjón í för með sér, sbr. 218. gr. hgl. Auk þessa má sökunautur innan ákveðinna marka tálma rannsókn máls með beinum athöfnum, án þess að það varði liann refsingu, svo sem með stroki, undanskoti, rangfærslu eða eyðileggingu sönn- unargagna (3. mgr. 112. gr. og 3. mgr. 162. gr. hgk), röngum fram- burði (143. gr. hgk). Slíkar aðgerðir geta þó leitt til annars konar viðbragða eða réttarspjalla, sbr. 1. og 2. tl. 1. mgr. 67. gr. oml. og 76. gr. hgl. Þá getur sönnunarmatið orðið sökunaut óhagstæðara, sakar- kostnaður meiri og bótaréttur glatazt skv. 150. gr. oml. Um áhrif þeirra á refsimat, sjá 8. tl. 1. mgr. 70. gr. og 9. tl. 1. mgr. 74. gr. hgl. Þessari sjálfsbjargarviðleitni eru þröngar skorður settar, því að at- hafnirnar eru ekki refsilausar, ef aðrar sjálfstæðar refsiverðar athafn- ir felast í þeim, t.d. samtök fanga um sameiginlegt strok (110. gr. hgk), skjalafals (155. gr. hgk), sjá Hrd. LIV, bls. 1958, rangar sakar- giftir (148. gr. hgl.).8) 13) Hraða ber meðferð máls á öllum stigum þess, sjá 138. gr. omk, sbr. Hrd. XLVII, bls. 482. Ákvæði þetta er að vísu miðað við eldra réttarástand, er aðalrannsóknarþunginn hvíldi á dómara. Ótvírætt ákvæði um skyldu lögreglu í þessu efni er ekki að finna í lögum, en sjálfsagt er að skýra 138. gr. rúmt, auk þess sem reglan verður leidd af öðrum ákvæðum oml. beint eða óbeint, svo sem 2. mgr. 35. gr., sbr. 7. gr. 1. 107/1976, 7. mgr. 74. gr., sbr. 12. gr. 1. 107/1976, 145. gr. oml. Sérákvæði um hraða málsmeðferð er að finna í 1. 110/1951, sbr. 2. gr. 9. lið a. í viðbæti um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra. 8) Sjá nánar um þetta efni Jónatan Þórmundsson, „Rangur framburður fyrir rétti", Úlf- ljótur, 2. tbl. 1978, bls. 96-100. Sami, „Sérbrot gegn refsivörzlu ríkisins", Úlfljótur, 4. tbl. 1975, bls. 299-302 og 305-308. Stephan Hurwitz, Den danske Strafferetspleje (1959), bls. 183-186. 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.