Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 11
Arnljótur Björnsson prófessor:
HJÁLMAR, HLÍFÐARGLERAUGU
OG ÖRYGGISBELTI
YFIRLIT
1. Helstu lagareglur. Dómar um skaðabótaskyldu................. 185
2. Skilyrði skerðingar bótaréttar.............................. 187
3. Lagarök. Breytingar á norrænum reglum um sök tjónþola . . 188
4. Á sérákvæði 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga um fullar bætur rétt á sér? 191
5. Efnisútdráttur ..................................................... 196
1. HELSTU LAGAREGLUR. DÓMAR UM SKAÐABÓTASKYLDU
Nokkur fyrirmæli eru í lögum og reglugerðum um skyldu til að
nota öryggisbelti, hlífðarhjálma eða -gleraugu til varnar slysum, sjá
t.d. 4. mgr. 59. gr., 8. mgr. 60. gr. og 64. gr. a umferðarlaga nr. 40/1968,
sbr. lög nr. 30/1977 og lög nr. 55/1981, 4. mgr. 17. gr. reglugerðar nr.
204/1972 um öryggisráðstafanir við byggingavinnu og 25. gr. reglna
nr. 154/1956 um öryggisráðstafanir við notkun naglabyssu (1 júlí 1984
höfðu enn ekki verið settar reglur um hlífðarbúnað skv. lögum nr.
46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þannig
að reglur og reglugerðir, sem settar voru í gildistíð laga nr. 23/1952
um öryggisráðstafanir á vinnustöðum, eru í gildi þegar þetta er ritað).
Réttarreglur eru til um annan hlífðarbúnað, sem ekki verður fjallað
um hér, svo sem öryggisskó eða andlitsgrímur.
1 2. málsl. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, sbr. áðurgreind
breytingarlög frá 1981, segir svo:
„Vanræksla á notkun öryggisbúnaðar, sbr. 4. mgr. 59. gr., 8. mgr.
60. gr. og 64. gr. a, leiðir þó ekki til lækkunar eða niðurfellingar
fébóta.“
Þegar frá er talið þetta ákvæði 67. gr. umferðarlaga, kveða íslensk
laga- og reglugerðarákvæði ekki á um hver áhrif það hafi á skaðabóta-
skyldu, er slys verður vegna vanrækslu á að nota nefndan öryggisbún-
að eða afleiðingar verða alvarlégri en ef slíkur búnaður hefði verið
notaður. Engu að síður er það Ijóst, að samkvæmt íslenskum rétti
185