Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 45
réttarákvæðum í 11. gr. Norðurlandasamningsins frá 6. febrúar 1981 um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, skuli leita leyfis til ættleiðingar í því ríki, þar sem ættleiðandi eigi heimilisfesti. G hafi átt heimilis- festi í Svíþjóð en ekki á Islandi. Því til stuðnings vitnaði NSH til þeirra vottorða, sem vörðuðu flutning G og fjölskyldu hans til Sví- þjóðar og benti hann á, að G hefði búið í tæp tvö ár í Svíþjóð, þegar dómsmálaráðuneytinu á íslandi barst umsókn hans um ættleiðingu. Þegar málið var höfðað (1981) hafi fjölskyldan enn verið búsett í Svíþjóð og ekki vitað, hvenær eða hvort þau kæmu aftur til íslands. Samkvæmt þessu hafi G verið heimilisfastur í Svíþjóð og því borið að sækja um ættleiðingarlevfið til sænskra en ekki íslenskra yfirvalda. D studdi sýknukröfu sína að þessu leyti þeim rökum, að dómsmála- ráðherra hafi farið með ættleiðingarvald samkv. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1958, sem í gildi hafi verið, þegar umrætt leyfi var veitt. Þeir sem undir það vald hafi verið settir hafi fyrst og fremst verið íslensk- ir ríkisborgarar. 1 lögunum hafi hvergi verið að finna neitt skilyrði um búsetu eða heimilisfesti ættleiðanda. D taldi reyndar, að Norður- landasamningurinn frá 6. febrúar 1931 hefði aldrei öðlast lagagildi hér á landi (þeirri málsástæðu var, eins og áður sagði, hafnað af meiri hluta Hæstaréttar) og jafnvel þó að svo yrði talið, að samningurinn hefði lagagildi, yrði sá skilningur ekki lagður í 11. gr. hans, að ákvæð- ið stæði því í vegi, að D hefði haft vald til þess að gefa út leyfi það, sem málið snerist um. Tilgangurinn með gerð samningsins hefði ekki verið sá að takmarka valdheimildir einstakra ríkja gagnvart eigin ríkisborgurum. Loks hélt D því fram, að hugtakið heimilisfesti ætti ekki við um dvöl G í Svíþjóð, þar sem G hefði eingöngu dvalið þar vegna náms og ætlun hans hefði verið sú að snúa aftur heim til Is- lands að námi loknu. G studdi sýknukröfu sína þeim rökum, að hann og N væru íslensk- ir ríkisborgarar og með lögheimili á Islandi, sbr. 10. gr. laga nr. 35/ 1960. Af þeim sökum hafi þeir lotið íslenskri lögsögu að þessu leyti. Að öðru leyti tók G undir röksemdir D til stuðnings sýknukröfu sinni. 3. Niðurstaða héraðsdóms. Héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu, að áðurgreindur Norðurlandasamningur um alþjóðleg einkamálaréttar- ákvæði frá 6. febrúar 1931 hefði ekki öðlast lagagildi hér á landi í meðförum Alþingis, en væri skuldbindandi fyrir íslenska ríkið að þjóðarétti. Samkvæmt ættleiðingarlögum nr. 19/1953, sem í gildi hefðu verið, þegar umrætt leyfi var veitt, hefði ekki verið að finna neitt skilyrði um búsetu eða heimilisfesti ættleiðanda né heldur þess, sem 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.