Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 38
Hrd. XXVI, bls. 689; LIII, bls. 1373. Synjun dómara um skipun verj- anda má hins vegar kæra skv. 4. tl. 172. gr. oml. Þótt skylt sé eða heimilt að skipa verjanda án óskar sakbornings, er honum engu að síður frjálst að ráða sér annan löghæfan mann að auki skv. 3. mgr. 81. gr. oml. Sjálfvalinn talsmaður getur ekki komið í stað skipaðs verjanda. 6) Öski ákærði eftir skipuðum verjanda, er yfirleitt skylt að verða við þeirri ósk, sbr. einkum 2. mgr. 80. gr. oml. og Hrd. XXXVIII, bls. 844. Dómara er skylt að Ieiðbeina ákærða í þessu efni, sbr. 1. mgr. 81. gr. oml. og Hrd. XXXVII, bls. 87. Ekki skal þó skipa verjanda, ef sökunautur játar á sig brot afdráttarlaust, og ekki er vafi um stað- reyndir máls eða lagaatriði, sbr. 4. mgr. 80. gr. oml. Hrd. XXVI, 689. Ákærði hafði játað á sig ölvun við akstur bif- reiðar. Við birtingu ákæru var ákærði inntur eftir, hvort hann óskaði eftir verjanda. Dómarinn benti ákærða á, að honum væri einungis gefið að sök brot, er hann hefði þegar játað, og játning- in væri auk þess studd öðrum gögnum málsins, og vakti athygli hans á því, að færi svo, að dómur félli á hann, yrði honum væntan- lega gert að greiða verjandanum málskostnað. Var ákærða engu að síður skipaður verjandi samkvæmt ósk sinni. Við þingfest- ingu málsins mætti skipaður verjandi ákærða og krafðist þess, að dómarinn viki sæti, þar eð hann hefði að fyrra bragði tekið fram við ákærða, að skipun verjanda mundi aðeins baka ákærða aukakostnað. Taldi verjandinn, að með þessu hefði dómarinn á ótvíræðan hátt gefið í skyn álit sitt um dómsniðurstöðu málsins og þar með gert sig óhæfan til þess að fara frekar með málið og dæma í því. Krafa verjandans var ekki tekin til greina, hvorki í héraði né Hæstarétti. Um sakarefnið fórust Hæstarétti svo orð: „I prófum málsins hefur ákærði játað á sig afdráttarlaust verkn- að þennan, og er játningin studd öðrum styrkum sönnunargögn- um, en ekkert fram komið, er geri hana efasama. Þar sem svo stóð á, átti héraðsdómari samkvæmt 4. málsgr. 80. gr. laga nr. 27/1951 (nú 1. 74/1974) að synja ákærða um skipun verjanda, en hins vegar samkvæmt niðurlagsákvæði 81. gr. sömu laga að veita honum kost á, ef hann æskti þess, að ráða á sinn kostnað löghæfan mann, er dómari samþykkti, til að halda uppi vörnum. En með því að dómari skipaði ákærða verjanda, verður við það að sitja, þar sem þeirri ákvörðun verður samkvæmt 5. tölulið 170. gr. nefndra laga ekki breytt í æðra dómi. — Þó að héraðs- dómari benti ákærða á, að skipun verjanda mundi baka honum 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.