Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 38
Hrd. XXVI, bls. 689; LIII, bls. 1373. Synjun dómara um skipun verj- anda má hins vegar kæra skv. 4. tl. 172. gr. oml. Þótt skylt sé eða heimilt að skipa verjanda án óskar sakbornings, er honum engu að síður frjálst að ráða sér annan löghæfan mann að auki skv. 3. mgr. 81. gr. oml. Sjálfvalinn talsmaður getur ekki komið í stað skipaðs verjanda. 6) Öski ákærði eftir skipuðum verjanda, er yfirleitt skylt að verða við þeirri ósk, sbr. einkum 2. mgr. 80. gr. oml. og Hrd. XXXVIII, bls. 844. Dómara er skylt að Ieiðbeina ákærða í þessu efni, sbr. 1. mgr. 81. gr. oml. og Hrd. XXXVII, bls. 87. Ekki skal þó skipa verjanda, ef sökunautur játar á sig brot afdráttarlaust, og ekki er vafi um stað- reyndir máls eða lagaatriði, sbr. 4. mgr. 80. gr. oml. Hrd. XXVI, 689. Ákærði hafði játað á sig ölvun við akstur bif- reiðar. Við birtingu ákæru var ákærði inntur eftir, hvort hann óskaði eftir verjanda. Dómarinn benti ákærða á, að honum væri einungis gefið að sök brot, er hann hefði þegar játað, og játning- in væri auk þess studd öðrum gögnum málsins, og vakti athygli hans á því, að færi svo, að dómur félli á hann, yrði honum væntan- lega gert að greiða verjandanum málskostnað. Var ákærða engu að síður skipaður verjandi samkvæmt ósk sinni. Við þingfest- ingu málsins mætti skipaður verjandi ákærða og krafðist þess, að dómarinn viki sæti, þar eð hann hefði að fyrra bragði tekið fram við ákærða, að skipun verjanda mundi aðeins baka ákærða aukakostnað. Taldi verjandinn, að með þessu hefði dómarinn á ótvíræðan hátt gefið í skyn álit sitt um dómsniðurstöðu málsins og þar með gert sig óhæfan til þess að fara frekar með málið og dæma í því. Krafa verjandans var ekki tekin til greina, hvorki í héraði né Hæstarétti. Um sakarefnið fórust Hæstarétti svo orð: „I prófum málsins hefur ákærði játað á sig afdráttarlaust verkn- að þennan, og er játningin studd öðrum styrkum sönnunargögn- um, en ekkert fram komið, er geri hana efasama. Þar sem svo stóð á, átti héraðsdómari samkvæmt 4. málsgr. 80. gr. laga nr. 27/1951 (nú 1. 74/1974) að synja ákærða um skipun verjanda, en hins vegar samkvæmt niðurlagsákvæði 81. gr. sömu laga að veita honum kost á, ef hann æskti þess, að ráða á sinn kostnað löghæfan mann, er dómari samþykkti, til að halda uppi vörnum. En með því að dómari skipaði ákærða verjanda, verður við það að sitja, þar sem þeirri ákvörðun verður samkvæmt 5. tölulið 170. gr. nefndra laga ekki breytt í æðra dómi. — Þó að héraðs- dómari benti ákærða á, að skipun verjanda mundi baka honum 212

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.