Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 50
lögheimilislaga og reglur um almannaskráningu almennt varða fyrst og fremst réttindanautn á sviði allsherjarréttar og þjóna ekki hvað síst opinberum hagsmunum. Sést þetta glöggt af athugasemdum þeim, er fylgdu frumvarpi til lögheimilislaga (Alþingistíðindi 1959, A 1, bls. 399-405) og þeim umræðum, er áttu sér stað á Alþingi um frumvarpið (Alþingistíðindi 1959, B 2, d. 3086-3100). Við ákvörðun meiri hluta Hæstaréttar á því, hvar G átti heimilis- festi, virðist sem fyrst og fremst hafi verið tekið mið af því, hvar lögheimili hans var, sbr. orðalagið: „ .. . er ljóst af þessum gögnum, að stefndi Garðar tilkynnti 1975 að hann og fjölskylda hans hefðu flutt lögheimili sitt frá Tslandi til Sviþjóðar og var opinber skráning í samræmi við það. Flutningur konu hans til Tslands 1977 breytti ekki lögheimili hans í Svíþjóð sbr. 7. gr. laga nr. 35/1960. Samkvæmt fram- ansögðu bar stefnda Garðari á árinu 1977 að sækja um ættleiðingu .. . í Svíþjóð ... “. 1 greinargerð með frumvarpi til lögheimilislaga sagði, að með frum- varpinu væri leitast við að skilgreina lögheimili á þann veg, að yfir- leitt mætti nota það, þar sem réttindi og skyldur væru bundnar við búsetu eða heimilisfang. Nokkrar umræður urðu um frumvarpið í með- förurn Alþingis og þá einkanléga um gildissvið þess. Þannig lét t.d. Ólafur Jóhannesson í ljósi efasemdir um það, að hægt væri að styðj- ast við skýringu frumvarpsins á lögheimili í hvaða sambandi sem er. Taldi hann, að ef frumvarpið yrði að lögum, væri mjög óvíst, hversu vítækt gildi það hefði og í hve ríkum mæli það breytti ýmsum gild- andi lagaákvæðum um heimilisfang, eins og t.d. á sviði sifjaréttar. Lagadeild Háskólans, sem fékk frumvarpið til umságnar, tók mjög í sama streng og Ólafur. Taldi deildin frumvarpið of víðtækt „og varar við því að það verði samþykkt óbreytt“, eins og segir í umsögn deildarinnar. Þá sagði deildin ennfremur í umsögn sinni: „Einn fyrir- vara verður þó að gera. Setning almennra laga um heimilisföng kem- ur svo víða við og snertir svo ólík svið, að mjög er vafasamt, hvort heildarreglur hæfa“. 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.