Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 15
vanræksla skuli ekki hafa áhrif á skaðabótarétt tjónþola, eru þessi: (1) 1 framkvæmd getur oft verið erfitt að sanna, hvort eða að hve miklu leyti belti eða hjálmur hefði komið í veg fyrir tjón. Auk þess má búast við, að stundum sé vandkvæðum bundið að sýna fram á, að tjónþoli hafi ekki notað öryggisbúnaðinn, ef hann heldur öðru fram. Gera má ráð fyrir, að vegna sönnunarerfiðleika muni vátryggingafélög sjaldan sjá ástæðu til að bera fyrir sig þessa vanrækslu tjónþola; (2) Af þessum sökum og ýmsum öðrum ástæðum, sem starfshópurinn nefnir sérstaklega, mun régla um skerðingu bótaréttar ekki hafa nein teljandi fjárhagsleg áhrif fyrir þá, sem bætur greiða. öðru máli gegnir um tjónþola. 1 framkvæmd getur skerðing bótaréttar numið fjárhæðum, sem eru mörg hundruð sinnum hærri en hæfileg sektarrefsing fyrir sama brot, ef brotið varðar sekt á annað borð; (3) Skerðing bóta- réttar hefur varla varnaðaráhrif, svo að nokkru nemi, og (4) Réttlætis- rök mæla með því, að ábyrgð á tjóni skiptist milli tjónvalds og tjón- þola, ef aðstaða þeirra er sambærileg fjárhagslega. Því er hins vegar ekki til að dreifa um umferðarslys. Ábyrgðartrygging er lögboðin og tjónvaldur ber almennt ekki annan kostnað af slysi en missi iðgjaldsaf- sláttar (bónus). Reyndar ætti heildarkostnaður af tjónum (og þar með iðgjöld) eitthvað að hækka, ef girt er fyrir lækkun bóta til tjónþola, sem nota ekki öryggisbúnað, en sennilegt er, að sú hækkun yrði hverf- andi. Auk þess má gera ráð fyrir, að margir þeirra, sem slasast vegna vanrækslu á að nota öryggisbúnað, séu jafnframt bifreiðareigendur og þeir taka sem slíkir þátt í auknum iðgjaldsgreiðslum, ef einhverjar verða. Með hliðsjón af þessum röksemdum vai’ð heildarniðurstaða starfs- hópsins varðandi skaðabótarétt sú, að erfitt væri að færa haldbær rök fyrir því að beita reglunni um eigin sök tjónþola gagnvart mönnum, er ekki nota þann öryggisbúnað, sem hópurinn lagði til, að lögboðinn yrði til varnar umferðarslysum. Hópurinn lagði áherslu á, að skerðing bótaréttar af þessum ástæðum myndi aðeins valda bótalækkun, sem engum tilgangi þjónaði. Lækkun, sem væri í algeru ósamræmi við það markmið lagabreytinga, sem ætlað væri að vera tjónþolum til hags- bóta (Nordisk trafiksikkerhedsrád. Rapport 2, Bilbelter. Stockholm 1973, bls. 81-87, Rapport 5, Bilbelter, Slutrapport. Stockholm 1973, bls. 25 og Rapport 8, Motorcykel- och mopedhjálmar. Stockholm 1974, bls. 51-53). Þegar ákvæði um skyldu til að nota öryggisbelti í bifreiðum ög hjálma við akstur bifhjóla voru lögtekin í Danmörku, á Islandi og í Svíþjóð, var í samræmi við álit Norræna umferðaröryggisráðsins 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.