Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 25
Jónatan Þórmundsson prófessor:
RÉTTARSTAÐA SAKBORNINGS
I. HUGTAKIÐ SAKBORNINGUR.
Sakborningur (sökunautur) er hver sá,
sem hafður er fyrir sökum eða grunaður
um refsivert brot, allt frá upphafi lög-
reglurannsóknar til dóms. Oft er sakborn-
ingur nefndur kærði (kærður) fram að
málshöfðun, en ákærði (ákærður) eftir
málshöfðun, sbr. 120. gr. oml., sbr. 22.
gr. 1. 107/1976. Enginn greinarmunur er
gerður á því í íslenzkum lögum, hvort
maður er formlega hafður fyrir sökum
(sigtet) eða aðeins grunaður (mistænkt).
Sakborningur verður maður ekki ætíð við
formlega athöfn, og er því stundum erfitt
að marka upphafstíma þessa réttarástands. Eigi sér stað handtaka,
gæzluvarðhald, leit eða aðrar þvingunarráðstafanir vegna afbrots, má
yfirleitt miða við þær. Sama máli gegnir um rannsóknarfyrirmæli
ákæruvalds gegn nafngreindum manni. Að öðrum kosti á lögreglu-
maður, strax og málið er orðið nógu skýrt, að gera skýrslugjafa grein
fyrir, hvort hann er spurður sem sökunautur eða kvaddur vitnisburðar,
sbr. 1. mgr. 40. gr. með hliðsjón af 2. mgr. 77. gr. oml. Ef skýrslu-
gjafi fyrir þann tíma er eða má vera í vafa um réttarfarsstöðu sína,
t.d. vegna þess að hann er bókaður mætti, en ekki er brýnd fyrir hon-
um vitnaskyldan, kann sá vafi að verða skýrður honum í hag. Verður
hann þá ekki sakfelldur fyrir rangar skýrslur (147. gr. hgl.), sbr. 1.
mgr. 143. gr. hgl. og Hrd. XXXII, bls. 538; LII, bls. 430 (466-467).
Jafnvel þótt maður hafi með réttu verið kvaddur vitnisburðar, verður
hann refsilaus af röngum skýrslum, ef hann hefur talið sig hafðan
fyrir sökum eða haft réttmæta ástæðu til að ætla, að réttar upplýs-
199