Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 43
ar 21. desember 1984 í málinu nr. 25/1983, Noah Samuel Hardy gegn Garðari G. Víborg og dómsmálaráðherra, en dómur þessi er athyglis- verður m.a. vegna þess skilnings, sem lagður er í hugtakið „heimilis- festi“ í 11. gr. samnings um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði frá 6. febrúar 1931 milli Islands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands um hjúskap, ættleiðingu og lögráð. Samningi þessum var veitt lágagildi með lögum nr. 29/1931. Er ekki ólíklegt, að dómur þessi eigi eftir að hafa áhrif á skýringu heimilisfestihugtaksins í öðrum norræn- um samningum um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði og í lagaskila- rétti hér á landi. Ætla ég í hugleiðingum þessum að gera að umtals- efni skýringu meiri hluta Hæstaréttar á hugtakinu heimilisfesti í 11. gr. áðurnefnds samnings. Heimilisfestihugtak lagaskilaréttar er hugtak sérstakrar merkingar. Það kann þó að vera blæbrigðamunur í inntaki þess frá einu landi til annars og jafnvel í löggjöf innan sama lands. í norrænum fræðiritum hefur orðið heimilisfesti (domisil-domicil) þó verið notað sem sam- heiti yfir þau margvíslegu orð, sem tákna búsetustað manna. Þannig segir Allan Philip (Dansk international privat- og procesret, 1976, bls. 141) að domicil megi skilgreina sem það land eða löggjafarsvæði (territoriale retsomráde), þar sem maður eigi sér fastan og varanleg- an dvalarstað eða heimili. Svipuð skilgreining kemur fram hjá Karsten Gaarder (Innföring i international privatrett, Oslo 1974, bls. 67), þ.e. að þar eigi maður heimilisfesti (domisil), þar sem hann hafi í raun tekið sér búsetu í því augnamiði að búa þar til frambúðar, þ.e.a.s. sá staður, sem venjulegast sé kallaður heimili manns. I 11. gr. áðurgreinds samnings milli Norðurlandanna um hjúskap, ættleiðingu og lögráð segir: „Vilji ríkisborgari einhvers samnings- ríkjanna, sem heimilisfesti á í einhverju þeirra, ættleiða mann, sem ríkisfesti á í einhverju ríkjanna, skal sækja um leyfi til þess í því ríki, er ættleiðandi á heimilisfesti í“. I sem skemmstu máli mætti segja, að dómur þessi hafi snúist um það, hvort íslenskur námsmaður, sem dvaldi við nám í Svíþjóð, hafði, eins og atvikum málsins var háttað, glatað heimilisfesti sinni á Islandi og öðlast heimilisfesti í Svíþjóð og átt samkvæmt því að sækja um ættleiðingarleyfi í Svíþjóð en ekki á íslandi. Um það var reyndar einnig deilt í máli þessu, hvort áðurnefndur Norðurlandasamningur um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði frá 6. febrúar 1931 hefði öðlast lagagildi hér á landi í meðförum Alþingis. Komst meiri hluti Hæstaréttar að þeirri athyglisverðu niðurstöðu, að svo væri. Ekki er það ætlun mín að fjalla um þann þátt málsins hér, 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.