Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Side 43
ar 21. desember 1984 í málinu nr. 25/1983, Noah Samuel Hardy gegn Garðari G. Víborg og dómsmálaráðherra, en dómur þessi er athyglis- verður m.a. vegna þess skilnings, sem lagður er í hugtakið „heimilis- festi“ í 11. gr. samnings um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði frá 6. febrúar 1931 milli Islands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands um hjúskap, ættleiðingu og lögráð. Samningi þessum var veitt lágagildi með lögum nr. 29/1931. Er ekki ólíklegt, að dómur þessi eigi eftir að hafa áhrif á skýringu heimilisfestihugtaksins í öðrum norræn- um samningum um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði og í lagaskila- rétti hér á landi. Ætla ég í hugleiðingum þessum að gera að umtals- efni skýringu meiri hluta Hæstaréttar á hugtakinu heimilisfesti í 11. gr. áðurnefnds samnings. Heimilisfestihugtak lagaskilaréttar er hugtak sérstakrar merkingar. Það kann þó að vera blæbrigðamunur í inntaki þess frá einu landi til annars og jafnvel í löggjöf innan sama lands. í norrænum fræðiritum hefur orðið heimilisfesti (domisil-domicil) þó verið notað sem sam- heiti yfir þau margvíslegu orð, sem tákna búsetustað manna. Þannig segir Allan Philip (Dansk international privat- og procesret, 1976, bls. 141) að domicil megi skilgreina sem það land eða löggjafarsvæði (territoriale retsomráde), þar sem maður eigi sér fastan og varanleg- an dvalarstað eða heimili. Svipuð skilgreining kemur fram hjá Karsten Gaarder (Innföring i international privatrett, Oslo 1974, bls. 67), þ.e. að þar eigi maður heimilisfesti (domisil), þar sem hann hafi í raun tekið sér búsetu í því augnamiði að búa þar til frambúðar, þ.e.a.s. sá staður, sem venjulegast sé kallaður heimili manns. I 11. gr. áðurgreinds samnings milli Norðurlandanna um hjúskap, ættleiðingu og lögráð segir: „Vilji ríkisborgari einhvers samnings- ríkjanna, sem heimilisfesti á í einhverju þeirra, ættleiða mann, sem ríkisfesti á í einhverju ríkjanna, skal sækja um leyfi til þess í því ríki, er ættleiðandi á heimilisfesti í“. I sem skemmstu máli mætti segja, að dómur þessi hafi snúist um það, hvort íslenskur námsmaður, sem dvaldi við nám í Svíþjóð, hafði, eins og atvikum málsins var háttað, glatað heimilisfesti sinni á Islandi og öðlast heimilisfesti í Svíþjóð og átt samkvæmt því að sækja um ættleiðingarleyfi í Svíþjóð en ekki á íslandi. Um það var reyndar einnig deilt í máli þessu, hvort áðurnefndur Norðurlandasamningur um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði frá 6. febrúar 1931 hefði öðlast lagagildi hér á landi í meðförum Alþingis. Komst meiri hluti Hæstaréttar að þeirri athyglisverðu niðurstöðu, að svo væri. Ekki er það ætlun mín að fjalla um þann þátt málsins hér, 217

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.