Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Qupperneq 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Qupperneq 50
lögheimilislaga og reglur um almannaskráningu almennt varða fyrst og fremst réttindanautn á sviði allsherjarréttar og þjóna ekki hvað síst opinberum hagsmunum. Sést þetta glöggt af athugasemdum þeim, er fylgdu frumvarpi til lögheimilislaga (Alþingistíðindi 1959, A 1, bls. 399-405) og þeim umræðum, er áttu sér stað á Alþingi um frumvarpið (Alþingistíðindi 1959, B 2, d. 3086-3100). Við ákvörðun meiri hluta Hæstaréttar á því, hvar G átti heimilis- festi, virðist sem fyrst og fremst hafi verið tekið mið af því, hvar lögheimili hans var, sbr. orðalagið: „ .. . er ljóst af þessum gögnum, að stefndi Garðar tilkynnti 1975 að hann og fjölskylda hans hefðu flutt lögheimili sitt frá Tslandi til Sviþjóðar og var opinber skráning í samræmi við það. Flutningur konu hans til Tslands 1977 breytti ekki lögheimili hans í Svíþjóð sbr. 7. gr. laga nr. 35/1960. Samkvæmt fram- ansögðu bar stefnda Garðari á árinu 1977 að sækja um ættleiðingu .. . í Svíþjóð ... “. 1 greinargerð með frumvarpi til lögheimilislaga sagði, að með frum- varpinu væri leitast við að skilgreina lögheimili á þann veg, að yfir- leitt mætti nota það, þar sem réttindi og skyldur væru bundnar við búsetu eða heimilisfang. Nokkrar umræður urðu um frumvarpið í með- förurn Alþingis og þá einkanléga um gildissvið þess. Þannig lét t.d. Ólafur Jóhannesson í ljósi efasemdir um það, að hægt væri að styðj- ast við skýringu frumvarpsins á lögheimili í hvaða sambandi sem er. Taldi hann, að ef frumvarpið yrði að lögum, væri mjög óvíst, hversu vítækt gildi það hefði og í hve ríkum mæli það breytti ýmsum gild- andi lagaákvæðum um heimilisfang, eins og t.d. á sviði sifjaréttar. Lagadeild Háskólans, sem fékk frumvarpið til umságnar, tók mjög í sama streng og Ólafur. Taldi deildin frumvarpið of víðtækt „og varar við því að það verði samþykkt óbreytt“, eins og segir í umsögn deildarinnar. Þá sagði deildin ennfremur í umsögn sinni: „Einn fyrir- vara verður þó að gera. Setning almennra laga um heimilisföng kem- ur svo víða við og snertir svo ólík svið, að mjög er vafasamt, hvort heildarreglur hæfa“. 224

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.