Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 51
Ávíð
02 dreif
FRÁ HINU ÍSLENSKA SJÓRÉTTARFÉLAGI
Hið íslenska sjóréttarfélag var stofnað haustið 1982.
Hlutverk félagsins er að efla íslenskan sjórétt sem fræðigrein og að auka
áhuga á greininni og kynna hana.
Samkvæmt lögum félagsins hyggst það m.a. ná tilgangi sínum með því:
1) „Að kynna fræðigreinina, almennt og sérgreint, og nýmæli I sjórétti
fyrir félagsmönnum, m.a. með fræðslufundum og/eða umræðufundum.
2) Að örva og styrkja rannsóknir f sjórétti, sjóvátryggingarétti og skyldum
greinum, t.d. með því að stuðla að útgáfu íslenskra fræðirita í sjórétti
og auknum bókakaupum íslenskra rannsóknabókasafna um sjóréttar-
leg málefni.
3) Að annast útgáfustarfsemi á þessu sviði, t.d. útgáfu erinda, sem haldin
verða á fræðafundum, útgáfu prófritgerða í sjórétti við Lagadeild Há-
skóla íslands (í samvinnu við höfundana), með fréttabréfi, þar sem ýmis
nýmæli séu kynnt eða gagnlegum upplýsingum miðlað, og útgáfu at-
hyglisverðra héraðsdóma í sjóréttarmálum (eða úrdrátta úr þeim).
4) Að stuðla að því, að aukinn verði vegur sjóréttarkennslu við Lagadeild
Háskóla íslands, eða utan hennar, t.d. með reglubundnum og vönduð-
um námskeiðum.
5) Að leitast við að auka tengsl íslendinga við erlendar rannsóknarstofn-
anir í sjórétti.
6) Að efla kynni við erlenda sjóréttarfræðinga eða áhugamenn um sjórétt,
t.d. með skipulagningu námsferða eða ferða á ráðstefnur og með sam-
skiptum við hliðstæð félög erlendis.
7) Að beita sér fyrir eðlilegri endurskoðun laga og reglna á sviði sjó-
réttar á komandi tímum.“
Allir áhugamenn um sjórétt eiga rétt á að vera félagsmenn. Einnig eiga
félög, samtök og stofnanir rétt á aðild. Félagar eru nú um 120, þar af nokkur
fyrirtæki, svo sem skipafélög og vátryggingafélög, auk hagsmunasamtaka í
sjávarútvegi. Félagsgjald er nú kr. 600 og er áskrift tímaritsins Njarðar inni-
falin í því.
Félagið er fullgildur aðili að Alþjóðasiglingamálanefndinni (Comité Mari-
time International) og hefur ýmisleg samskipti við höfuðstöðvar þeirra sam-
taka í Antwerpen. Ráðgert er, að f framtlðinni muni félagið tilnefna fulltrúa
á ráðstefnur, sem fyrrnefnd alþjóðasamtök standa fyrir, en þar er einkum
fjallað um drög að nýjum eða breyttum alþjóðasáttmálum á sviði sjóréttar.
225