Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 17
Eins og að líkum lætur veltur úrlausn ágreiningsmáls oft á því, hvort sannað verður að tiltekinn hlutur sé haldinn hættulegum eiginleikum eða hættulegir eiginleikai’ hafi valdið tilteknu tjóni eða hættueigin- leikarnir verði raktir til framleiðanda (eða seljanda). 1 H 1958, 687 var stefndi sýknaður, vegna þess að ósannað var að efni, sem hann seldi, hefði valdið skemmdum á tómataplöntum stefnanda. í H 1977, 516 var sýknað sökum þess að stefnandi þótti ekki hafa sannað, að hann hefði slasast af flugeldi, sem stefndi seldi. Aðstaða tjónþola til að sanna það, sem sanna þarf, er alloft erfið. Til dæmis má nefna mann, sem brýtur tönn, þegar hann er að borða brauð. Maðurinn heldur því fram, að steinn hafi verið í brauðinu og því hafi óhappið orðið. Hér getur verið, að tjónþoli sé einn til frásagnar um atburðinn, eða hann viti ekki hvar brauðið var keypt eða búið til, eða jafnvel, að ekki sé víst, hvort steinninn var í brauðinu eða áleggi á brauðsneiðinni. Einnig má nefna, að aðaldeiluefnið í málum út af líkamstjóni, sem haldið er fram að hlotist hafi af lyfjum, er oft, hvort sannað sé, að líkamstjón stefnanda verði rakið til lyfjatöku eða hvort leitt sé í ljós, hver hafi búið til (eða selt) lyf þau, sem tjónþoli hefur tekið. Ólíklegt er, að almennt verði slakað á kröfum um sönnun í mál- um út af meintu tjóni vegna lyfja. Hins vegar eru í ýmsum tilfellum efni til þess í öðrum málaflokkum. 9. SAMNINGSÁKVÆÐI UM UNDANÞÁGU FRÁ ÁBYRGÐ Yfirleitt er mönnum heimilt að semja um hverjar reglur gildi um skaðabótaskyldu í tilteknum lögskiptum. Sem undantekningu má nefna 29. gr. laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, en greinin er svo- hljóðandi: „Yfirlýsingu um ábyrgð má því aðeins gefa, að ábyrgðar- yfirlýsingin veiti viðtakanda betri rétt en hann hefur samkvæmt gild- andi lögum.“ 1 grg., sem fylgdi frumvarpi til þessara laga segir m.a., að eðlilegt sé að tryggja í lögum lágmarksrétt, sem svarar til hinna frávíkjanlegu reglna kaupalaganna og sé þessu ákvæði ætlað það hlut- verk. Ekki er víst, að 29. gr. laga nr. 56/1978 skipti máli um rétt kaupanda til bóta á grundvelli reglna um skaðsemisábyrgð. Miklu máli skiptir um ábyrgð seljanda eða framleiðanda, hvort samn- ingsákvæði leiða til frávika frá bótareglum þeim, sem annars gilda. Um fyrirvara af þessu tagi í samningum („ábyrgðarleysisákvæði") eru engin almenn fyrirmæli í settum lögum, en á árinu 1986 var lögfest 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.