Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 21
laga um þetta efni (Lov om produktansvar). Má vænta þess, að það verði samþykkt innan skamms. Eftir frumvarpinu ber framleiðandi og eftir atvikum seljandi og aðrir milliliðir hreina hlutlæga ábyrgð á tjóni, sem rakið verður til gallaðs söluhlutar. Ábyrgðin tekur til líkamstjóns og tjóns vegna skemmda á munum. Ákvæðin gilda þó aðeins um tjón á munum, sem venjulega eru ætlaðir til einkanota, þ.e. ekki í atvinnuskyni. Munatjón að fjárhæð 4.000 danskar kr. eða minna bætist þó ekki eftir reglum frumvarpsins. Frumvarpið tekur ekki til tjóns af völdum landbúnaðar- eða sjávarafurða og heldur ekki til tjóns af söluhlut, þegar hættueigin- leikai' voru í fyrstu óþekktir. Efni frumvarpsins verður ekki rakið frekar, en geta verður þess, að reglur þess skerða ekki rétt tjónþola til að krefjast bóta á grundvelli réttarreglna, sem fyrir eru í Dan- mörku, að því leyti, sem þær eru tjónþola hagstæðari en ákvæði frum- varpsins. 1 Svíþjóð var á árinu 1978 komið á fót almennri slysatryggingu, sem greiðir mönnum tjón af völdum hættulegra eiginleika lyfja.14 Allir sænskir innflytj endur og seljendur lyfja standa undir kostnaði við vátrygginguna. Slysatrygging þessi komst á með frjálsu samkomu- lagi og engin ákvæði eru um hana í lögum. Um ákvörðun bótafjárhæðar fer í stórum dráttum eftir reglum skaðabótaréttai’ utan samninga. Með tilkomu vátryggingai’ þessarar kemur því ekki til krafna vegna tjóns af lyfjum á grundvelli skaðabótaréttar. Hliðstæð vátrygging komst á í Finnlandi árið 1984.15 Slysatrygging af þessu tagi leysir þó aðeins vanda takmarkaðs hóps þeirra, sem bíða tjón af hættulegum eiginleikum söluhlutar. NOKKUR HEIMILDARRIT Arnljótur Bjömsson: Bótaábyrgð vegna vinnuslysa, sem hljótast af athöfnum sjálfstæðra framkvæmdaaðila eða af bilun eða galla í tæki. Timarit lögfrœðinga 1979, bls. 174—205. Dahl, B0rge: Produktansvar. Khöfn 1973. Hellner, Jan: Skadest&ndsratt. 4. ótg. Stokkhólmi 1985. 16. kafli. Magnús Þ. Torfason: Tillverkares och saljares ansvar för skadebringande egenskaper hos sálda varor. Förhandlingarna vid det tjugosjdtte nordiska juristmötet i Helsingfors den 24—26 augusti 1972. Vammala 1975, bls. 466—472. 14 Oldertz, 222. 15 Samkvæmt hinum nýju norsku lögum, sem nefnd eru í neðanmálsgrein 13, skulu fram- leiðendur lyfja, eða eftir atvikum innflytjendur, kaupa vátryggingu gegn líkamstjóni, er hlýst af lyfjum. í lögunum eru nánari reglur um vátryggingu þessa. 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.