Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 28

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 28
úrskurða mann til vistar á vinnuhæli til afplánunar á meðlags- greiðslum með barni hans. 2. Fyrirvari við ákvæði um að aðgreina unga fanga frá fullorðn- um föngum. 3. Fyrirvari við ákvæði um að útlendingi, sem stjórnvald hefur ákveðið að vísa úr landi, skuli heimilt að skjóta slíkri ákvörðun til æðra stjórnvalds til endurskoðunar. 4. Fyrirvari við ákvæði þess efnis, að enginn skuli þurfa að þola að mál hans sé rannsakað fyrir dómi eða honum refsað í annað sinn fyrir misgjörð, sem hann hefur þegai’ verið sakfelldur fyrir eða sýknaður af með lokadómi. 5. Fyrirvari við ákvæði um að allur stríðsáróður skuli bannaður með lögum. Þessi fyrirvari var gerður þar sem talið var að ákvæðið gæti skert tjáningarfrelsi. Af þessum fyrirvörum íslenskra stjórnvalda má álykta, að þau hafi talið að íslensk lög uppfylltu að öðru leyti þær kröfur, sem alþjóða- samningarnir tveir gera til verndar mannréttindum í landinu. Á þá niðurstöðu verður ekki fallist. Má í þessu sambandi benda á bréf umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra hinn 29. desember 1988 (Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1988, bls. 45—46), en þar vekur umboðsmaðurinn athygli á því, að í íslensku stjórnar- skrána vanti almenn ákvæði um veigamikil mannréttindi og nefnir hann sem dæmi skoðanafrelsi, jafnrétti, bann við afturvirkum refsi- lögum, vernd fjölskyldulífs og rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þá vekur hann athygli á því, að ákvæði íslensku stjórnarskrár- innar um félagsleg mannréttindi séu of fábrotin. Þá segir hann, að mörg mannréttindaákvæði íslensku stj órnarinnar séu ófullkomin af ýmsum ástæðum. Hann segir að ákvæði 63. og 64. gr. um trúfrelsi, 66. gr. um friðhelgi heimilis, 72. gr. um prentfrelsi og 73. gr. um félagafrelsi hefti ýmist í engu eða að takmörkuðu leyti vald lög- gjafans. Þá nái ákvæði 72. gr. aðeins til prentfrelsis en eigi til tján- ingarfrelsis almennt, og 65. gr. fjalli fyrst og fremst um handtöku, sem sé liður í rannsókn, en frelsi og réttaröryggi almennt njóti þar ekki verndar. Þá verndi 66. gr. ekki einkalíf manna yfirleitt, heldur takmarkist við ákveðna þætti þess. Umboðsmaðurinn vísar til þess, að Island sé aðili að þýðingarmiklum alþjóðasamningum um mannrétt- indi, og segir síðan orðrétt: 106
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.