Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 31
Tryggvi Gunnarsson aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis: STJÓRNARSKRÁIN OG STJÓRNUN FISKVEIÐA OG BÚVÖRUFRAMLEIÐSLU1) I. INNGANGUR. Á þessum áratug hafa verið lögteknar hér á landi ítarlegar reglur um stjórnun og takmarkanir á fiskveiðum og búvöruframleiðslu. Þess- ar lagareglur eru að því leyti frábrugðnar fyrri lagareglum á þessu sviði, að í stað almennra takmarkana, t.d. lokunar tiltekinna miða, banns við veiðum tiltekna daga og almennrar verðskerðingar á skila- verði mjólkur og sauðfjárafurða, þegar útflutningsbætur dugðu ekki, eru nú komnar reglur, sem kveða á um, hvað hvert einstakt fiskiskip má veiða mikinn afla og hve mikið hver einstakur bóndi í öllum helstu búgreinum má framleiða gegn fullu verði. Það sem veitt er umfram veiðiheimild sætir upptöku og framleiðsla á búvöru umfram fullvirðis- rétt sætir verulegri verðskerðingu. Heimild hvers einstaks framleið- anda, og hér er hugtakið framleiðandi notað sem samheiti yfir út- gerðaraðila fiskiskipa og framleiðendur búvara, er almennt ekki miðuð við afkastagetu viðkomandi fiskiskips eða jarðar, heldur eru fram- leiðsluheimildirnar byggðar á fyrri aflareynslu og framleiðslu. Undan- tekningar eru þó frá þessu eins og síðar verður vikið að varðandi sóknarmai'k fiskiskipa. Stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu hefur því takmarkað möguleika eigenda fiskiskipa og jarða til að nýta eignir sínar til atvinnustarfsemi og haft áhrif á markaðsverð og möguleika manna til að selja þessar eignir. Á það hefur líka verið bent að um- ræddar stjórnunaraðgerðir takmarki mjög möguleika nýrra framleið- enda og þar með endurnýjun í þessum atvinnugreinum og atvinnu- 1) Grein sú, sem hér birtist, er erindi, sem höfundur flutti sem málshefjandi á umræðu- fundi Lögfræðingafélags íslands hinn 26. apríl 1988, þar sem fjallað var um löggjöf um stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu með tilliti til ákvæða stjórnarskrárinnar, einkum 67. og 69. gr. Er lýsing greinarinnar á gildandi réttarreglum miðuð við þann tíma. 109

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.