Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Síða 33
draga saman nokkra lýsingu á þeim lagareglum, sem beitt er við stjórn- un framleiðslu í þessum atvinnugreinum og fjalla síðan stuttlega um þessar reglur í Ijósi áðurnefndra ákvæða stj órnarskrárinnar, en hér er ekki aðstaða til að viðhafa mikinn fræðilegan rökstuðning. II. LAGAREGLUR UM STJÓRNUN FISKVEIÐA. Samkvæmt reglu 2. kapitula Rekabálks Jónsbókar, sem enn er talinn í gildi, skulu allir menn eiga frjálsa veiði fyrir utan netlög og hefur jafnan verið litið svo á að sjór utan netlaga einstakra fasteigna væri almenningur. Þó að landsmenn hafi í upphafi sótt í þennan almenning án nokkurra takmarkana af hálfu stjómvalda, varð síðar breyting þar á. öll þekkjum við, hvernig útlendingum var ýtt út úr landhelginni, og þá stækkun, sem varð á henni með tímanum. Á ofanverðri 19. öld voru sett lög, sem veittu heimildir til að takmarka og banna notkun einstakra veiðarfæra á tilteknum svæðum og í kjölfarið komu heimildir til þess að friða einstök svæði fyrir veiðum. Síðar komu í lög ákvæði um að einstakar veiðar skyldu háðar leyfi sjávarútvegsráðherra, s.s. dragnótaveiðar. Lagaheimildir af þessu tagi voru grundvöllur stjóm- unar fiskveiða hér við land allt þar til lög nr. 81/1976 um veiðar í fisk- veiðilandhelgi Islands voru sett, en þar fékk ráðherra heimild til að ákveða hámark þess afla, sem veiða mætti af hverri fisktegund á til- teknu tímabili. Skv. sömu lögum voru eftirtaldar veiðar háðar sérstök- um eða almennum leyfum frá ráðherra: Dragnótaveiðar, veiðar á rækju, humri, síld, loðnu, spærlingi og kolmunna í botnvörpu og flot- vörpu. Það sem hér skipti mestu máli var, að veiðar á þorski, ýsu og karfa voru aðeins háðar almennu aflahámarki og friðun einstakra svæða. I kjölfarið kom svokallað „skrapdagakerfi“ á árunum 1978 til 1983. Með því voru sóknardagar skipa takmarkaðir, þ.e. skipum var bannað að stunda tilteknar veiðar á vissum tímabilum. I þessu kerfi var ekki ákveðið fyrirfram hversu mikinn botnfiskafla einstök skip máttu veiða, heldur réðst hann af þeim afla, sem hvert skip fékk á þeim dögum, er veiðar voru heimilar. I upphafi árs 1984 varð veigamikil breyting á stjórnun botnfisk- veiða hér á landi. Með lögum nr. 82/1983 var svonefnt kvótakerfi tekið upp. Meginatriði þess var að tekin var upp sú aðferð að hvert fiski- skip yfir 10 brúttólestum fékk úthlutað heimild til að veiða tilgreint magn af ákveðnum botnfisktegundum og var heimildin nefnd afla- kvóti eða aflamark. Var aflakvótinn fyrsta árið miðaður við afla- 111

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.